Oli Mittun (Piotr Matusewicz / DPPI via AFP)
Handkastið fékk til sín færustu handboltasérfræðinga Evrópu til að taka saman tuttugu stærstu félagaskipti sumarsins í evrópska boltanum. Oli Mittun til GOG frá Savehof Kosorotov til Wisla Plock frá Veszprem Karl Konan til PSG frá Montpellier Sjá einnig:
Hér að neðan má sjá ein af fimm stærstu félagaskiptum sumarsins en áður höfðum við birt fimmtán stærstu félagaskipti sumarsins. Listinn er ekki birtur í neinni ákveðinni röð.
Færeyska undrabarnið eins og einhverjir vilja meina. Sló í gegn á HM U21 árs landsliða í sumar. Var eftirsóttur af mörgum af stærstu liðum Evrópu. Óli er fæddur árið 2005 og er að mörgum talinn einn efnilegasti leikmaður heims í dag. Segja má að GOG hafi dottið í lukkupottinn.
Tobias Grondhal til Fuchse Berlín frá GOG
Norðmaðurinn, Tobias Grondhal lék einungis eitt ár með GOG áður en Fuchse Berlín keyptu hann. Þar áður hafði hann spilað með Elverum og uppeldisfélagi sínu Haslum. Tobias er fæddur árið 2001 og hefur verið í stóru hlutverki með norska landsliðinu í síðustu verkefnum.
Rússinn, stóri gengur í raðir pólsku meistaranna í Wisla Plock eftir tveggja ára veru hjá Veszprem. Hann þekkir vel til hjá Wisla Plock því þar var hann tímabilin 2021-2023. Kosorotov er tveir metrar á hæð og alvöru skytta af gamla skólanum.
Andreas Palicka til Kolstad frá PSG
38 ára markvörður, það er enginn aldur. Sænski landsliðsmarkvörðurinn, Andres Palicka fær það hlutverk að fylla skarð norska landsliðsmarkvarðarins, Torbjörn Bergerud hjá norsku meisturunum. Eftir 23 ár í atvinnumennsku heldur ferillinn hjá Svíanum áfram og nú í Noregi.
Franska varnartröllið, Karl Konan heldur sér innan heimalandsins og fer nú til frönsku meistarana í PSG eftir þrjú tímabil með Montpellier. Karl Konan er orðinn þrítugur og hefur tileinkað sér varnarleik á sínum ferli og á að mynda varnarpar með landa sínum og liðsfélaga í franska landsliðinu, Luka Karabatic.
Stærstu félagaskipti sumarsins (3/4)
Stærstu félagaskipti sumarsins (2/4)
Stærstu félagaskipti sumarsins (1/4)
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.