Verður fækkað um lið í Bundesligunni?
(Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)

Guðjón Valur Sigurðsson (Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)

Þessa dagana er hávær umræða um það hvort eigi að fækka liðum í þýsku Bundesligunni sökum mikils leikjaálags bæði félagsliða og landsliða sem og aukins álags á leikmennina í deildinni, en á móti kemur gæti það haft neikvæð áhrif á fjármál klúbbanna.

Tímaritið Handball-World segir frá þessu en efsta deildin í Þýskalandi sem kallast Bundesligan hefur verið til síðan 1977 og verið 18 liða deild frá tímabilinu 1991/1992 en í línu við hvernig handboltaheimurinn er að þróast með auknu leikjaálagi og stöðugum stórmótum með fleiri leikjum eru háttsettir aðilar innan Þýskalands farnir að velta fyrir sér hvort nú sé komið að því að minnka deildina og álagið á leikmennina í Þýskalandi.

Margir leikmenn hafa bent á að pressan sé að aukast og álagið sé að segja til sín, minni deild gæti gefið meira svigrúm í dagskránni og í leiðinni bætt líkamlegt og andlegt ástand leikmanna. Á sama tíma gæti aukið gæði leikjanna og minnkað meiðslin.

En á móti kemur þá eru gallar sem fylgja fækkun, sú stærsta er að sjálfsögðu færri heimaleikir fyrir lið sem ekki eru í evrópukeppni, leikir sem liðin oft treysta á. Heimaleikir liðanna eru oft gríðarlega mikilvægir í rekstri félaganna til að ná að fylla húsið og sækja styrktaraðila í leiðinni.

Í dag er þó ekkert öruggt í þessum málum en umræðan er þó í fullum gangi og verður háværari og háværari og alls óvíst hver framtíð handboltans í Þýskalandi er.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top