Talant Dujshebaev Alex Dujshebaev ((Anke Waelischmiller/SVEN SIMON / SVEN SIMON / dpa Picture-Alliance via AFP)
Samkvæmt fjölmiðlum að utan vilja stórlið Kiel í Þýskalandi sækja bæði hinn magnaða Alex Dujshebaev sem og föður hans, hinn frábæra þjálfara Talant Dujshebaev frá Kielce sumarið 2026. Félagið vill styrkja leikmannahópinn sinn og gera þjálfarabreytingu eftir upp og niður frammistöður undanfarin misseri. Alex sem er ein af betri hægri skyttum heims þessa stundina og faðir hans, hinn margreyndi Talant eru báðir eftirsóttir um alla Evrópu en samkvæmt Handballbase eru það Kiel sem eru komnir næst því að klófesta þá. Leikmannahópur Kiel þarf að stækka og styrkjast og Filip Jícha þjálfari liðsins hefur ekki verið að ná nógu góðum árangri og er starf hans í hættu. Það var nú þegar staðfest í júní síðastliðnum að bræðurnir Alex og Daniel myndu báðir yfirgefa Kielce þegar samningur þeirra rennur út sumarið 2026. Í viðtali á dögunum sagði Talant að hann myndi vilja sjá syni sína reyna fyrir sér í Bundesligunni sem hann segir að sé eins og NBA handboltans - stærsta og sterkasta deildin sem í boði er. Við sögðum frá því um helgina að Guðjón Valur Sigurðsson væri einnig orðaður við Kiel.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.