Rússar bjartsýnir á grænt ljós
(Kristinn Steinn Traustason)

Myndin tengist fréttinni ekki beint (Kristinn Steinn Traustason)

Rússneska handknattleikssambandið vonast eftir því að landslið þeirra og félagslið fái grænt ljós á það að keppa á alþjóðavettvangi á ný. Rússland hefur verið útilokað frá keppni á alþjóðavettvangi síðan snemma árs 2022 vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Formaður handknattleikssambandsins, Sergei Siskarjov segist bjartsýnn eftir að Alþjóðahandknattleikssambandið (IHF) hafi mælt með því við Alþjóðaólympíusambandið (IOC) að íhuga afléttingu bannsins.

Í viðtali segir Sergei frá bréfi sem forseti IHF, hinn umdeildi Hassan Moustafa hafi sent til IOC þar sem hann meðal annars vonist eftir því að ástandið komist fljótlega í eðlilegt horf. Hann vilji sjá rússnesk landslið og félagslið sem og hvítrússnesk landslið og félagslið á ný í stórmótum og evrópukeppnum.

Þó er enn óljóst hvað IOC muni gera og hvernig það mun falla í kramið hjá öðrum þjóðum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top