Ciudad Real komið í efstu deild á Spáni á nýjan leik
(JAVIER SORIANO / AFP

Óli Stef í leik með Ciudad Real. ((JAVIER SORIANO / AFP

Eftir 14 ára fjarveru er Ciudad Real komið aftur í efstu deild á Spáni, Liga ASOBAL, þó ekki sama gamla stórveldið sem okkar maður Ólafur Stefánsson lék með. Nýliðarnir í deildinni, Balonmano Caserío Ciudad Real, skrifuðu nýjan kafla í handboltasögu borgarinnar með því að komast í efstu deild á síðasta tímabili.

Félagið, sem var stofnað árið 2011 í kjölfar þess þegar BM Ciudad Real fór á hausinn og brotthvarfs Atlético Madrid, hefur verið lengi að vinna í því að komast upp í efstu deild á Spáni. Undir stjórn fyrrverandi landsliðsmannsins Santi Urdiales, sem hefur verið við stjórnvölinn hjá félaginu síðan 2015, tókst þeim loksins að tryggja sér sæti í efstu deild á komandi tímabili, eftir sterkt tímabil og sigur í úrslitaleik umspilsins gegn San Pablo Burgos.

Úrslitaleikurinn var sérstaklega merkilegur fyrir hinn 18 ára gamla, Marcos Fis sem skoraði 12 mörk og reynslumikla Ángel Pérez, sem skoraði níu mörk í úrslitaleiknum. Marcos Fis mun hinsvegar ekki leika með liðinu á komandi tímabili því hann hefur þegar skrifað undir tveggja ára samning við Granollers.

Gamla góða BM Ciudad Real eins og við flest þekkjum, vann spænsku deildina fimm sinnum frá árunum 2003-2010. Þá sigraði liðið Meistaradeildina þrívegis á fjórum árum frá 2006-2009.

Leikmenn á borð við Talant Djushebaev, Jonas Kallman, Kiril Lazarov, Didier Dinart, Arpad Sterbik, Uros Zorman og Luc Abalo léku með liðinu og maður gæti lengi haldið áfram.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top