Álaborg ((Julien Kammerer / DPPI via AFP)
Dönsku meistararnir í Álaborg hafa hafið undirbúning sinn fyrir komandi tímabil og verður það með sitt dýrasta lið frá upphafi félagsins. Þetta staðfesti stjónarmaðurfélagsins, Jan Larsen við Nordjyske. Meðal leikmanna sem gengu í raðir félagsins í sumar má þar helst nefna, þýska landsliðsmanninn Juri Knorr, sem hefur vakið mikla athygli bæði í dönskum og þýskum handbolta með komu sinni frá Rhein-Neckar Löwen. Fyrir í hópnum eru nöfn eins og Niklas Landin og Sander Sagosen, tveir leikmenn með mikla reynslu í alþjóðlegum handbolta. Komnir til Álaborgar í sumar: Farnir frá Álaborg í sumar: Eins og sést á þessum lista eru töluverðar breytingar á leikmannahópi Álaborgar frá síðastra tímabil. Þá hefur félagið fengið Henrik Kronborg sem nýjan aðstoðarþjálfara. Álaborg er ekki lengur bara metið gegn dönskum keppinautum sínum, heldur gegn evrópskum stórliðum enda vill liðið ná góðum árangri í Meistaradeildinni ár eftir ár. Jan Larsen hefur unnið hörðum höndum í nokkur ár að því að koma Álaborg á hæsta stig í evrópskum handbolta. Félagið komst alla leið í Final4 árin 2021 og 2024, og stöðugri styrkingu, hefur félagið komist lengra en nokkurt annað danskt handboltafélag, en metnaðurinn stoppar ekki þar heldur vill félagið ná enn betri árangri og vill félagið einnig vinna Meistaradeildina og leikmannahópurinn í ár endurspeglar það einnig.
„Þetta er besta, en líka dýrasta liðið okkar,“ segir Jan Larsen við Nordjyske.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.