Emil Nielsen tekur þátt á mótinu. ((Ronny HARTMANN / AFP)
Níu lið taka þátt í árlegu heimsmeistaramóti félagsliða sem alþjóða handknattleikssambandið, IHF heldur. Mótið fer fram dagana 26. september til 2. október en mótið fer fram í Kairó í Egyptalandi. Um er að ræða 18. heimsmeistaramót félagsliða. Barcelona hlaut svokallað "Wild card" inn á mótið í ár. Bætist Barcelona í hóp átta annarra liða á mótinu frá öllum heimshornum sem hafa náð keppnisrétti á mótið en auk Barcelona eru Magdeburg og Veszprem frá Evrópu en Veszprém eru ríkjandi meistarar frá því í fyrra. Þýska stórliðið SC Magdeburg, unnu mótið árin 2021, 2022 og 2023. Gestgjafarnir Zamalek SC munu taka þátt í keppninni í annað árið í röð, ásamt egypska liðinu Al Ahly SC, sem tryggði sér sæti í Afríkumeistarakeppninni í handbolta og mun taka þátt í fjórða sinn í röð. Zamalek er félagið sem lagði mikið kapp í það að klófesta Snorra Stein Guðjónsson sem þjálfara liðsins. Frá Asíu eru Sharjah SC, sigurvegarar Asíumeistaramótsins, fyrsta liðið frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum til að taka þátt í mótinu, sem markar sögulegan tímamót. Brasilíska liðið Handebol Taubaté, er fulltrúi Suður- og Mið-Ameríkusambandsins. Frá Norður-Ameríku og Karíbahafinu eru California Eagles væntanlegir til baka eftir að hafa tryggt sér sæti í Norður-Ameríku og Karíbahafsmeistaramótinu. Liðið mun taka þátt í annað sinn eftir að hafa tekið þátt í fyrra. Sydney University, er fulltrúi Eyjaálfu. Þeir taka þátt í tólfta sinn og ekkert annað lið hefur leikið jafn oft á mótinu. Eftirfarandi níu félagslið eru fyrirhuguð til þátttöku í IHF Heimsmeistaramóti karla í félagsliðum árið 2025: Gestgjafi: Zamalek (Egy)
Ríkjandi meistarar: Veszprém HC (Ungverjaland)
Asía: Sharjah SC (Sameinuðu arabísku furstadæmin)
Afríka: Al Ahly (Egy)
Evrópa: SC Magdeburg (Þýskaland)
Suður- og Mið-Ameríka: Handebol Taubaté (Brasilía)
Norður-Ameríka og Karíbahafið: California Eagles (Bandaríkin)
Eyjaálfa: Sydney University (Ástralía)
Auka félag: FC Barcelona (Spánn)
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.