Pérez de Vargas byrjaður að æfa með Kiel
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Perez De Vargas ((Roberto Pfeil / AFP)

Spænski landsliðsmarkvörðurinn Gonzalo Pérez de Vargas sem gekk til liðs við þýska stórliðið THW Kiel í sumar er byrjaður að æfa með liðinu. Markvörðurinn er í endurhæfingu eftir að hafa slitið krossband á síðustu leiktíð.

Félagaskiptin voru tilkynnt sumarið 2023 en nú hefur hann loksins tekið formlega sæti í herbúðum Kiel.

Hann hefur nú þegar komið sér fyrir í Kiel og vinnur hörðum höndum að því að komast aftur á völlinn sem fyrst. Félagið birti myndskeið í vikunni af Vargas vera að æfa með sjúkraþjálfara og styrktarþjálfurum félagsins.

Markvörðurinn skrifaði undir samning við THW Kiel sem gildir til sumarsins 2027 og mun hann binda reynt og afar sterkt markvarðarteymi með Andreas Wolff.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 16
Scroll to Top