Markakóngur Þýsku úrvalsdeildarinnar (RONNY HARTMANN / dpa-Zentralbild / dpa Picture-Alliance via AFP)
Á dögunum birti fréttamiðilinn SportBild lið tímabilsins á síðustu leiktíð í þýsku úrvalsdeildinni. Nú er ekki nema rétt rúmur mánuður þangað til að boltinn fer að rúlla aftur af stað í Þýskalandi og því vel við hæfi að kíkja á lið síðasta tímabils sem sérfræðingar Bild smíðuðu. Hér að neðan er hægt að sjá lið tímabilsins sem lítur svona út: Markmaður: Andreas Wolff (THW Kiel) og Sergey Hernandez(SC Magdeburg) Vinstra Horn: Tim Freihöfer (Füchse Berlin) Vinstri Skytta: Marko Grgic (Eisenach) Miðjumaður: Erik Balenciaga (MT Melsungen) og Luca Witzke (SC DHfK Leipzig) Hægri Skytta: Mathias Gidsel (Füchse Berlin) Hægra Horn: Frederik Bo Andersen (HSV Hamburg) Línumaður: Justus Fischer (TSV Hannover Burgdorf)
Hörð samkeppni endaði með jafnri niðurstöðu hjá sérfræðingum Bild. Wolff var með 33,8% markvörslu að meðaltali og Sergey með 31,62% markvörslu.
Það má segja það að Freihöfer hafi sprungið út á þessu tímabili eftir að Jerry Tollbring meiddist illa í vetur en þá steig Freihöfer upp skoraði 211 mörk og var með 77,29% skotnýtingu í deildinni.
Markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar með 301 mark og 67,64% skotnýtingu sem orsakað því að Flensburg keyptu hann.
Jafnt var hjá sérfræðingum Bild sem völdu Erik Balenciaga og Luca Witzke bestu miðjumenn tímabilsins. Erik Balenciaga átti gott tímabil var með 69,40% skotnýtingu og endaði með 108 stoðsendingar. Luca Witzke framtíðarleikmaður Flensburg átti einnig gott tímabil þar sem hann var með 169 mörk og 132 stoðsendingar.
Besti leikmaður heims og leikmaður Füchse Berlin Mathias Gidsel var óumdeilanlega besta hægri skytta tímabilsins þar sem hann var með 275 mörk og 77% skotnýtingu auk þess að vera með 124 stoðsendingar.
Daninn Frederik stóð sig með prýði þetta tímabil þar sem hann var með að meðaltali 75,30% skotnýtingu og 186 mörk fyrir Hamburg sem enduðu í 10.Sæti Þýsku Úrvalsdeildarinnar.
Hinn ungi landsliðsmaður þjóðverja endaði í 1.sæti hjá sérfræðingum Bild sem kom eflaust mörgum á óvart þar sem menn eins og Magnus Saugstrup(SC Magdeburg) og Johannes Golla(SG Flensburg-Handewitt). Fischer skoraði 157 mörk og endaði að meðaltali með 79,29% skotnýtingu.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.