Fortíðar-fimmtudagur: Svíar nenna ekki að æfa eins mikið og við
(Kristinn Steinn Traustason)

Myndin tengist fréttinni ekki beint. ((Kristinn Steinn Traustason)

Á fimmtudögum rifjum við upp gamlar handboltafréttir úr fortíðinni frá þeim degi sem er í dag.

Í dag, 24.júlí ætlum við að skella okkur aftur til ársins 1986 er Þorbergur Aðalsteinsson, þáverandi þjálfari Saab í Þýskalandi var í viðtali við Morgunblaðið. Þorbergur er fyrrum landsliðsmaður og þjálfari. Hann þjálfaði íslenska karla landsliðið frá árunum 1990-1995 og spilaði tæplega 150 landsleiki fyrir Ísland.

"Svíar nenna ekki að æfa eins mikið og við"

,,Það gerist alltaf eitthvað spaugilegt í svona ferðum. Í sambandi við þessa ferð til Sovétríkjana má segja frá því að flestir leikmenn fengu heiftaralega í magann og þurfu því að fara nokkuð oft á salernið. Í höllinni sem við léku í voru ekki klósett eins og við eigum að venjast heldur bara göt í gólfinu. Það kom fyrir að menn fengu skiptingu til að bregða sér að þessum götum og komu síðan inná aftur og þá fór ekkert á milli mála hvar menn höfðu verið því þeir voru blettóttir á lærunum."

,,Flestir handknattleiksunnendur þekkja eflaust Þorberg Aðalsteinsson, hann hefur leikið 148 landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur nú ákveðið að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið sem er að hefja undirbúning fyrir Ólympíuleikana í Seoul árið 1988. Þorbergur var fyrirliði íslenska liðsins sem keppti á dögunum á Friðarleikunum í Sovétríkjunum og hér á eftir segir hann fár þeirri ferð, hvernig honum líkar í Svíþþjóð og fleiru skemmtilegu í sambandi við langan handknattleiksferil sinn," svona hefst greinin í Morgunblaðinu 24.júlí 1986.

Eins og segir í Morgunblaðinu var farið um víðan völl í viðtalinu, ræðir hann tímann sinn hjá HSÍ, framtíð íslenska landsliðsins, félögin á Íslandi, klósettferðir landsliðsmanna í miðjum leik, erfiðan vetur framundan sem þjálfari Saab og meira til.

Félögin eru HSÍ

Í viðtalinu talar Þorbergur um framtíð íslensks handknattleiks og talar um HSÍ og félögin. Sú ræða Þorbergs ætti ef til vill einnig við til dagsins í dag.

,,Ég er bjartsýnn á framtíð íslensks handknattleiks. Handknattleikssambandið, með Jón Hjaltalín Magnússon í fararbrossi, hefur gert stórkostlega hluti fyrir handboltann hér á landi en engu að síður má segja að þeir séu komnir út á hálan ís gagnvart félögunum. Hinsvegar er rétt að benda á að félögin eru HSÍ og það þarf að koma eitthvert frumkvæði frá félögunum; Þau eiga ekki bara að fylgjast með og vera óánægð. Ef félögin segðu til dæmis afdráttarlaust að þau vildu spila Íslandsmótið svona eða svona þá yrði það gert þannig. Ég held að menn verði að muna að félögin eru HSÍ."

,,Það er að vísu auðveldara að setja út á en að benda á hina réttu leið. Þetta er margflókið mál og það þarf að reyna að stilla drengina einhvern veginn saman og finna hinn gullna meðalveg," sagði Þorbergur meðal annars.

Viðtalið við Þorberg er hægt að lesa hér.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top