Jaron Siewert ((MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)
Þó svo að Jaron Siewert, þjálfari Fuchse Berlín hafi unnið fyrsta landstitil félagsins á síðustu leiktíð og farið alla leið í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni er framtíð hans með liðið óljós en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar. Þá er samningur íþróttastjóra félagsins, Stefan Kretzschmar einnig að renna út næsta sumar. Á meðan hinn ungi Þjóðverji, Jaron Siewart undirbýr liðið fyrir komandi tímabil sem ríkjandi Þýsklandsmeistarar þá er unnið að því bakvið tjöldin hjá stjórnendum félagsins að ákveða framtíð félagsins. Að sögn framkvæmdastjórans Bobs Hanning er þó engin læti. Í viðtali við rbb segir hann að samningaviðræður hafi verið rólegar yfir sumarið. „Við erum ekki heldur að flýta okkur. Nú höfum við verið í fríi og fjárhagsmálin hafa verið í brennidepli frekar en starfsfólkið. Það eru líka styrktarsamningar sem við þurfum að koma á fót fyrst.“ Hanning tilkynnir þó að mikilvægur aðalfundur verði haldinn í lok ágúst þar sem framtíðarstefna félagsins verður ákvörðuð. Jaron Siewert, sem hefur verið við stjórnvölinn hjá Füchse síðan 2020, er rólegur yfir stöðu mála þrátt fyrir að eiga einungis eitt ár eftir af samningi hjá félaginu. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég er að ganga inn í síðasta samningsár mitt. Það er ekki óvenjulegt í handbolta. Ég hef átt opinskáar og markvissar samræður og ég get ekki ímyndað mér betri stað til að vera þjálfari,“ segir hann við Bild. „Það er enginn leyndarmál að Füchse er draumafélagið mitt. Ég sé vissulega framtíð hér, en nú einbeiti ég mér bara að því sem ég get stjórnað, það er að þjálfa liðið," sagði Siewert sem er einungis 31 árs að aldri en hann var útnefndur „Þjálfari ársins“ í Bundesligunni á síðustu leiktíð. Stefan Kretzschmar, íþróttastjóri félagsins frá árinu 2020 er ánægður með tíma sinn og afrek hjá félaginu en hann segist vera í miðju verkefni. „Þegar ég lít til baka á fimm árin með Jaron hefur þetta verið algjörlega frábært samstarf. Hann hefur áorkað einhverju ótrúlegu sem þjálfari og ég sé enga ástæðu til að breyta neinu. Ég vona virkilega að hann haldi áfram,“ segir Kretzschmar við Bild.
„Mér finnst við ekki vera búin með þetta verkefni. Við eigum enn meira eftir að áorka.“
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.