Verður fjölgað í Meistaradeildinni?
(Ronny HARTMANN / AFP)

Ómar Ingi Magnússon ((Ronny HARTMANN / AFP)

Umræðan um framtíð Evrópukeppna félagsliða hefur staðið yfir í nokkur ár og nú kemur Michael Wiederer, forseti EHF, fram með nýjar hugmyndir. Hann veltir fyrir sér breytingum á Meistaradeildinni en hann segir að þörf sé á fleiri félögum í Meistaradeildinni. ,,Þetta krefst þó þess að félögin fjárfesti meira í næstu kynslóð," segir Wiederer.

„Þetta ætti að vera hvatning fyrir félögin til að fjárfesta í leikmönnum framtíðarinnar,“ segir hann samkvæmt Handball-World.news.

Síðan Meistaradeild Evrópu var sett á laggirnar árið 1994 hafa aðeins félög frá sex þjóðum unnið keppnina. Wiederer telur þetta vera merki um skekkta keppnismynd. „Viljum við skapa betri dreifingu í keppninni? Ekki aðeins hvað varðar þátttöku, heldur einnig hvað varðar líkur á að fleiri félög og lönd geti unnið titilinn?“ spyr hann.

Á sama tíma varar hann við því að gera breytingar bara til að breyta. „Það er auðvelt að breyta fyrirkomulaginu, en hver er tilgangurinn ef við sköpum ekki rétt umhverfi á efsta stigi? Þá er kerfið einskis virði,“ segir Wiederer og á hann þá við umgjörð, fjárhagsstöðu liðanna og leikjafyrirkomulag í landskeppnunum.

Nú liggja fyrir sex raunhæfar tillögur um umbætur á Evrópudeildunum. Ein þeirra er að stækka Meistaradeildina í 24 lið. Wiederer leggur þó áherslu á að allar breytingar verði að vera markaðshlutlausar og taka tillit til bæði framleiðslukostnaðar og alþjóðlegrar leikjaáætlunar. „Þetta snýst ekki bara um mótauppbygginguna sjálfa, heldur einnig um rammann í kringum hana,“ sagði Michael Wiederer forseti EHF.

Það verður fróðlegt að sjá hvað verður, en einungis sextán lið taka þátt í Meistaradeildinni í því fyrirkomulagi sem er í gangi núna. Færri komast að, en vilja og hefur EHF því þurft að velja inn í keppnina síðustu ár. Það gæti orðið breyting þar á með nýju fyrirkomulagi.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top