Bandarísk atvinnumannadeild í handbolta 2028?
(Ronny HARTMANN / AFP)

Mathias Gidsel ((Ronny HARTMANN / AFP)

Hvernig hljómar handboltadeild í Bandaríkjunum? Ef áætlanir Pro Handball USA ganga eftir gæti það orðið að veruleika fyrir árið 2028. Nýstofnað fyrirtæki leitt áfram af Dananum Mads H. Winther er með metnaðarfull markmið ef marka má áætlanir þeirra á Bandaríkjamarkaði.

Fyrsta skrefið hjá þeim verður strax næsta sumar þegar 8 evrópsk lið halda vestur til Bandaríkjanna til að taka þátt í handboltamóti sem fram fer í Las Vegas. 4 karlalið og 4 kvennalið hafa boðað komu sína.

Karlaliðin sem mæta eru þýsku meistararnir í Fusche Berlin, bronsliðið frá Final 4 í vor Nantes, dönsku meistararnir í Álaborg og ungverska stórveldið Pick Szeged. Kvennaliðin eru 6 faldir evrópumeistarar í Györi, silfurlið frá síðustu meistaradeild HB Ludwigsburg, danska stórveldið Odense og franska liðið Brest.

Forstjóri Pro Handball tekur skýrt fram að þetta sé ekki eitthvað sumaræfingarmót í Las Vegas, heldur er þetta metnaðarfull tilraun til þess að kynna ameríska markaðanum fyrir handbolta. Liðin munu spila innbyrgðis ásamt því að taka þátt í kynningarverkefnum sem amerískir neytendur eru vanir í öðrum íþróttum.

Að kynna handbolta fyrir Bandaríkjamönnum er tilraun. Það mun krefjast aðlögunar fyrir nýjan markað þar sem bandarískir íþróttaunnendur eru vanir að sækja leiki sem taka yfir 3 klukkustundir þar sem tónlist, samskipti við áhorfendur, hálfleiksýningar og frásagnarlist spila alveg jafn stóra rullu og leikurinn sjálfur. Það verður því áhugavert að sjá hvort Mads og teyminu hans takist tvinna þetta allt saman.

Stjörnur eins og Mikkel Hansen, Nikola Karabatic og Stine Oftedal eru þegar búin að skuldbinda sig í þetta verkefni sem sendiherrar. Þeirra hlutverk verður bæði að kynna íþróttina ásamt því að lána verkefninu andlit sín og ímynd.

Fyrir liðin sem taka þátt verður þetta að teljast gífulega gott tækifæri fyrir þau til að stækka mark- og aðdáendahóp sinn á heimsvísu og verður því spennandi að sjá hvernig takast mun til í Las Vegas næsta sumar. Handkastið mun ekki láta þetta mót framhjá sér fara.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top