Stærstu félagskipti í sögu handboltans
(Raggi Óla)

Aron Pálmarsson ((Raggi Óla)

Þegar kemur að félagsskiptum í handbolta er það oftar en ekki algengara að leikmenn semji við önnur lið með góðum fyrirvara og sitji út samningstíma sinn.

Það kemur þó fyrir að leikmenn séu keyptir út úr samningum sínum fyrir töluverðar fjárháðir líkt og gerðist um daginn þegar Ivan Martinovic og Mikael Appelgren gengu til liðs við Veszprem

Danski fréttamiðillinn Hbold.dk tók saman stærstu félagsskipti sögunnar í handboltanum.

Arpad Sterbik (2012 og 2014): Serbneski markmaðurinn var keyptur til Barcelona frá Ciudad Real árið 2012 og vöktu þau félagsskipti mikla athygli þar sem þessi lið háðu grimma baráttu í spænsku deildinni á þessum árum. Sterbik náði þó ekki að klára samning sinn hjá Barcelona því 2 árum seinna var hann seldur til Vardar Skopje en á þeim tíma spilaði hann með spænska landsliðinu og voru stuðningsmenn Barcelona ekki sáttir með þessi vistarskipti.

Thierry Omeyer (2014): Góðkunningi okkar íslendinga og einn besti markmaður heims stoppaði stutt hjá Montpellier HB og gekk til liðs við frönsku risanna í Paris Saint-Germain sem voru á þeim tíma að safna leikmönnum í svokallað ofurlið.

Domagoj Duvnjak (2009): Króatíski landsliðsmaðurinn gekk til liðs við Hamburg árið 2009 fyrir 1.1milljón evra en hann var á þeim tíma einn efnilegasti leikmaður heims. Þetta gerði þennan 21 árs leikmann á þeim tíma að dýrasta leikmanni sögunnar.

Aron Pálmarsson (2017): Saga sem margir íslenskir handboltaáhugamenn þekkja. Aron skipti yfir til Barcelona á miðju tímabil frá Veszprem sem gerði stuðningsmenn þeirra vægast sagt ósátta út í Aron.

Nikola Karabatic (2005 og 2015): Karabatic hefur verið viðloðinn marga stóra samninga á sínum ferli. Árið 2005 gekk hann til liðs við Kiel frá uppeldisfélagi sínu Montpellier HB. Karabatic varð þýskur meistari öll fjögur árin sín þar ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu árið 2007. Árið 2015 gekk hann svo til liðs við Paris Saint-Germain í einum stærsta samning sögunnar en Frakkarnir greiddu Barcelona 2 milljón evra fyrir hann.

Daniel Narcisse (2009): Gekk til liðs við THW Kiel frá uppeldisfélaginu Chambery Savoie HB til að leysa af Nikola Karabatic. Árið 2012 var hann valinn IHF leikmaður ársins.

Chema Rodriguez (2007): Spænski miðjumaðurinn sló í gegn hjá BM Valladolid og gekk til liðs við Ciudad Real þar sem hann spilaði með Ólafi Stefánssyni.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top