Timo Kastening MT Melsungen ((Patrick Süphke / dpa Picture-Alliance via AFP)
Þýski landsliðsmaðurinn og leikmaður Melsungen, Timo Kastening talar um hvernig bjórmenningin í handbolta hefur breyst síðustu ár með aukinni fagmennsku leikmanna frá því að hann lék sinn fyrsta landsliðsleik fyrir Þjóðverja árið 2013. ,,Þetta voru aðrir tímar," segir Kasetning. Í viðtali á Instagram-síðunni „Auf einen Kaffee mit...“, deilir þýski landsliðsmaðurinn Timo Kastening reynslu sinni á þróun atvinnumanna í handbolta. Þar talar hann ekki síst um hnignandi bjórmenningu í íþróttinni. Frá því að hann lék sinn fyrsta landsliðsleik árið 2013 hefur Kastening orðið vitni að miklum breytingum. „Áður fyrr drakk fólk miklu meiri bjór eftir leiki. Í dag er það fátítt vegna þess að við erum orðin fagmannlegri,“ segir hann. Þetta kemur fram í Handball-World. Sérstaklega á yngri árum Kastening í Hannover þar sem hann lék frá árunum 2008-2013 með unglingaliði félagsins og 2013-2020 með aðalliði félagsins þá segir hann andrúmsloftið þar hafa verið lausara. Kastening og fyrrverandi liðsfélagi hans, Nikolai Weber, minnast með bros á vör hvernig bjórbanni tímabilið 2013/14 var komið í veg fyrir með húmor og sköpunargáfu, þar á meðal í rútuferð frá Eisenach, þar sem leikmenn þurftu að láta sér nægja einn bjór hvor. En Kastening heldur sig við hefðina: „Eftir leiki sem eru búnir seint á kvöldin nýt ég þess enn að fá mér kaldan bjór, það er enn hefð hjá mér,“ segir hann. Hann hrósar þó ungu leikmönnunum sem virðast ekki vera með sömu hefðir. „Fagmennska þeirra er mjög áhrifamikil.“
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.