Blær Hinriksson ((Leipzig)
Eftir tilkynningu Leipzig um komu Blæs Hinrikssonar frá Aftureldingu er ljóst að fjölgun íslenskra leikmanna í bestu deild í heimi heldur áfram. Blær varð þar með fjórði íslenski leikmaðurinn sem bætist við þá flóru íslenskra leikmanna sem leika í þýsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð, sem hefst 27.ágúst. Fyrir utan Blæ þá hafa Einar Þorsteinn Ólafsson, Haukur Þrastarson og Reynir Þór Stefánsson bæst við þá níu íslensku leikmenn sem léku í Bundesligunni á síðustu leiktíð. Einar Þorsteinn gekk í raðir Hamburg frá danska félaginu Frederica, Haukur Þrastarson gekk í raðir Rhein-Neckar Lowen frá Dinamo Buchuresti og þá gekk Reynir Þór Stefánsson í raðir Melsungen frá Íslands- og bikarmeisturum Fram. Íslenskir leikmenn í deildinni verða því þrettán talsins. Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Þór Gunnarsson stýra síðan sínum liðum, Gummersbach og Bergischer og Heiðar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf. Eins og fyrr segir þá hefst þýska úrvalsdeildinni 27.ágúst með opnunarleik Hannover-Burgdorf og Gummersbach. Íslendingar í þýsku úrvalsdeildinni 2025/2026: Elvar Örn Jónsson - Magdeburg Haukur Þrastarson - Rhein Neckar Lowen Einar Þorsteinn Ólafsson - Hamburg Elliði Snær Viðarsson - Gummersbach Blær Hinriksson - Leipzig Andri Már Rúnarsson - Erlangen Ýmir Örn Gíslason - Goppingen Heiðar Felixsson - Hannover Burgdorf (Aðstoðarþjálfari) Arnór Þór Gunnarsson - Bergischer (Þjálfari)
Gísli Þorgeir Kristjánsson - Magdeburg
Ómar Ingi Magnússon - Magdeburg
Arnar Freyr Arnarsson - Melsungen
Reynir Þór Stefánsson - Melsungen
Teitur Örn Einarsson - Gummersbach
Guðjón Valur Sigurðsson - Gummersbach (Þjálfari)
Viggó Kristjánsson - Erlangen
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.