Eftir 15 ár erlendis snýr Igor Karacic aftur heim
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Igor Karacic ((Foto Olimpik / NurPhoto via AFP)

Hinn þrautreyndi leikstjórnandi, Igor Karacic er á leið heim til Króatíu og að ganga í raðir RK Zagreb. Þetta herma heimildir Handkastsins. Gert er ráð fyrir að Karacic verði tilkynntur sem nýr leikmaður RK Zagreb á morgun.

Karacic gengur þar með í raðir RK Zagreb frá Kielce í Póllandi þar sem hann hefur leikið síðustu sex tímabil. Þar áður lék hann í sjö ár með RK Vardar í Norður-Makedóníu.

Samkvæmt heimildum Handkastsins gerir Karacic tveggja ára samning við RK Zagreb sem hafa mikla yfirburði í heimalandi sínu og hafa unnið króatísku deildina eins lengi og elstu menn muna. Þá hefur liðið verið árlegur þátttakandi í Meistaradeildinni.

Igor lék síðast í heimalandi sínu með RK Perutnina Pipo IPC tímabilið 2009/2010. Hann hefur leikið tæplega 100 landsleiki og skorað 230 mörk fyrir króatíska landsliðið.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 15
Scroll to Top