Igor Karacic ((Foto Olimpik / NurPhoto via AFP)
Hinn þrautreyndi leikstjórnandi, Igor Karacic er á leið heim til Króatíu og að ganga í raðir RK Zagreb. Þetta herma heimildir Handkastsins. Gert er ráð fyrir að Karacic verði tilkynntur sem nýr leikmaður RK Zagreb á morgun. Karacic gengur þar með í raðir RK Zagreb frá Kielce í Póllandi þar sem hann hefur leikið síðustu sex tímabil. Þar áður lék hann í sjö ár með RK Vardar í Norður-Makedóníu. Samkvæmt heimildum Handkastsins gerir Karacic tveggja ára samning við RK Zagreb sem hafa mikla yfirburði í heimalandi sínu og hafa unnið króatísku deildina eins lengi og elstu menn muna. Þá hefur liðið verið árlegur þátttakandi í Meistaradeildinni. Igor lék síðast í heimalandi sínu með RK Perutnina Pipo IPC tímabilið 2009/2010. Hann hefur leikið tæplega 100 landsleiki og skorað 230 mörk fyrir króatíska landsliðið.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.