Níu félög taka þátt í SEHA deildinni
(Emre Ayvaz / Anadolu via AFP)

Handbolti ((Emre Ayvaz / Anadolu via AFP)

Stjórn SEHA-Gazprom deildarinnar hefur staðfest þau félög sem taka þátt í keppninni fyrir tímabilið 2025/26. Samkvæmt tilkynningu frá þeim verða níu félög sem taka þátt í keppninni á næstu leiktíð.

Einhverjir myndu segja að um rembing væri að ræða því við erum ekki að tala um sömu gömlu SEHA-deildina eins og við flest þekkjum hana frá árum áður þar sem sterkustu lið í Austur-Evrópu tóku þátt í keppninni. Nú er þetta einungis lið frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi sem taka þátt í keppninni eftir að þeim var meinaður aðgangur í keppnisleikjum við önnur EHF-aðildarfélög.

Skipt hefur verið liðunum upp í tvö riðla. Í A-riðli eru fimm sterkustu lið keppninnar en tvö af efstu liðin í þeim riðli fara beint í úrslitahelgina.

A-riðill: Zenit, Chekhovskie Medvedi, Meshkov Brest, SKA Minsk, Victor
B-riðill: Dinamo Astrakhan, Permskie Medvedi, Masheka, Minsk Regional Handball Club

Keppninni 2021–22 var stöðvað eftir innrás Rússa í Úkraínu, sem leiddi til þess að Motor Zaporizhzhia hætti í deildinni og hvít-rússneska félagið, Meshkov Brest var sett í bann. Siniša Ostoić, framkvæmdastjóri SEHA-League, staðfesti þá að á næsta tímabil myndi ekki lið frá Hvíta-Rússlandi og Úkraínu taka þátt. Einnig setti Evrópska handknattleikssambandið bæði Rússland og Hvíta-Rússland í bann, sem þýðir að þau geta ekki spilað neina keppnisleiki við önnur EHF-aðildarfélög.

Tímabilið 2022–23 var hætt eftir sex af átta leikjum í fjórðungsúrslitum, þar sem síðasti leikurinn var leikinn 12. apríl 2023 milli Telekom Veszprém og Partizan.

Þann 12. maí 2023 var YouTube-reikningur SEHA-keppninnar hakkaður af tölvuþrjótum eftir tilkynningu á opinberri vefsíðu. Tímabilið 2022–23 stofnuðu nokkur rússnesk og hvítrússnesk félög sína eigin Austurdeild, sem starfaði óháð upprunalegu deildinni.

Áður fyrr var SEHA-deildin ein sterkasta deild Evrópu þar sem stærstu liðin í austur-Evrópu tóku þátt í keppninni meðal annars Vardar frá Norður-Makedoníu, Veszprém frá Ungverjalandi, PPD Zagreb frá Króatíu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top