Handbolti ((Emre Ayvaz / Anadolu via AFP)
Stjórn SEHA-Gazprom deildarinnar hefur staðfest þau félög sem taka þátt í keppninni fyrir tímabilið 2025/26. Samkvæmt tilkynningu frá þeim verða níu félög sem taka þátt í keppninni á næstu leiktíð. Einhverjir myndu segja að um rembing væri að ræða því við erum ekki að tala um sömu gömlu SEHA-deildina eins og við flest þekkjum hana frá árum áður þar sem sterkustu lið í Austur-Evrópu tóku þátt í keppninni. Nú er þetta einungis lið frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi sem taka þátt í keppninni eftir að þeim var meinaður aðgangur í keppnisleikjum við önnur EHF-aðildarfélög. Skipt hefur verið liðunum upp í tvö riðla. Í A-riðli eru fimm sterkustu lið keppninnar en tvö af efstu liðin í þeim riðli fara beint í úrslitahelgina. A-riðill: Zenit, Chekhovskie Medvedi, Meshkov Brest, SKA Minsk, Victor Keppninni 2021–22 var stöðvað eftir innrás Rússa í Úkraínu, sem leiddi til þess að Motor Zaporizhzhia hætti í deildinni og hvít-rússneska félagið, Meshkov Brest var sett í bann. Siniša Ostoić, framkvæmdastjóri SEHA-League, staðfesti þá að á næsta tímabil myndi ekki lið frá Hvíta-Rússlandi og Úkraínu taka þátt. Einnig setti Evrópska handknattleikssambandið bæði Rússland og Hvíta-Rússland í bann, sem þýðir að þau geta ekki spilað neina keppnisleiki við önnur EHF-aðildarfélög. Tímabilið 2022–23 var hætt eftir sex af átta leikjum í fjórðungsúrslitum, þar sem síðasti leikurinn var leikinn 12. apríl 2023 milli Telekom Veszprém og Partizan. Þann 12. maí 2023 var YouTube-reikningur SEHA-keppninnar hakkaður af tölvuþrjótum eftir tilkynningu á opinberri vefsíðu. Tímabilið 2022–23 stofnuðu nokkur rússnesk og hvítrússnesk félög sína eigin Austurdeild, sem starfaði óháð upprunalegu deildinni. Áður fyrr var SEHA-deildin ein sterkasta deild Evrópu þar sem stærstu liðin í austur-Evrópu tóku þátt í keppninni meðal annars Vardar frá Norður-Makedoníu, Veszprém frá Ungverjalandi, PPD Zagreb frá Króatíu.
B-riðill: Dinamo Astrakhan, Permskie Medvedi, Masheka, Minsk Regional Handball Club
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.