Gidsel gegn Magdeburg ((Ronny HARTMANN / AFP)
Dagsetningar leikja fyrir Meistaradeild evrópu hefur verið staðfest og er 1.umferð eftirfarandi. Ríkjandi meistarar í SC Magdeburg hefja nýtt Meistaradeildartímabil og mæta þeir lærisveinum Stefan Madsen í PSG í opnunarleik. HC Eurofarm Pelister spilar gegn HC Zagreb, Aalborg og Veszprem mætast og Dinamo Bukarest mætir Orra Frey og félögum í Sporting Lissabon. Füchse Berlin hefur sitt Meistaradeildartímabil á því að mæta HBC Nantes, Industria Kielce og Kolstad mætast, Barça mætir GOG og síðan mætast Pick Szeged og Wisla Plock. Allir leikir fram að árslokum hafa verið ákveðnir. Fjórir leikdagar árið 2026 eru enn óákveðnir. Síðasti leikdagur riðlakeppninnar fer fram 11. og 12. mars 2026. Hægt er að nálgast fullt leikskipulag í eftirfarandi hlekk:
https://ehfcl.eurohandball.com/media/uvindbl1/ehfcl-m-schedule-gp_25_26_100725.pdf
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.