Ísland í 11. sæti heimslistans
(Kristinn Steinn Traustason)

Ísland ((Kristinn Steinn Traustason)

Íslenska landsliðið er í 11.sæti nýjum uppfærðum heimslista sem Handballnews24 gefur út. Listinn er byggður á frammistöðu þjóðanna á síðustu Ólympíuleikum, Heimsmeistaramótum, stórmótum í hverji heimsálfu fyrir sig auk undankeppnismótum.

Danmörk er efst á nýja heimslistanum með töluverða yfirburði á undan Frakklandi og Þýskalandi, en Egyptaland og Portúgal koma á óvart í efstu tíu sætunum.

Ísland situr í 11.sæti listans rétt fyrir ofan Noreg sem er í 12.sæti listans.

Það sem vekur kannski mesta athygli er að Portúgal er í 6. sæti á listanum á undan stórþjóðum á borð við Spán, Svíþjóð og Ungverjalandi.

Listann frá Handballnews24 má sjá hér að neðan:

  1. Danmörk - 51,5 stig
  2. Frakkland - 43,5
  3. Þýskaland - 38
  4. Króatía - 34
  5. Slóvenía - 33
  6. Portúgal - 30,5
  7. Egyptaland - 29,5
  8. Ungverjaland - 28,5
  9. Svíþjóð - 27,5
  10. Spánn - 27
  11. Ísland - 25

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top