Leipzig í vandræðum að gera nýjasta leikmann sinn löglegan
(Mohamed Tageldin / Middle East Images via AFP)

Ahmed Khairy ((Mohamed Tageldin / Middle East Images via AFP)

Þýska úrvalsdeildarliðið Leipzig er í vandræðum að gera nýjasta leikmann félagsins löglegan í tækatíð áður en þýska úrvalsdeildin fer af stað í lok ágúst.

Í sumar samdi félagið við Egyptann, Ahmed Khairy en málið hefur tafist vegna skorts á atvinnuleyfi í Þýskalandi. Þýska sendiráðið í Kaíró er nú komið í málið nú þegar styttist í að tímabilið fari af stað.

Félagið fékk Ahmed Khairy til að fylla það skarð sem að Luca Witzke og Andri Runarsson skyldu eftir sig en nú er spurningarmerki hvort að Ahmed verði löglegur í tækatíð og hefur samningnum nú verið frestað.

Ástæðan er skriffinnska. Sem ríkisborgari utan Evrópu verður Khairy að hafa sérstakt atvinnuleyfi til að spila í Þýskalandi og hefur það dregist á langinn. Ástandið er svo alvarlegt að þýska sendiráðið í Kaíró hefur nú blandað sér í málið. Þetta skrifar SportBild.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Leipzig lendir í vandræðum með að gera leikmann hjá sér löglegan því félagið lenti í svipaðri stöðu þegar markvörðurinn Mohamed El-Tayar var fenginn til félagsins einnig frá Egyptalandi en á þeim tíma tók pappírsvinnan nokkrar vikur.

Fyrsti leikur Leipzig í þýsku deildinni verður gegn Eisenach 30.ágúst en báðum liðum er spáð neðarlega í deildinni fyrir komandi tímabil.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top