Myndin tengist fréttinni ekki beint. ((Kristinn Steinn Traustason)
Á fimmtudögum rifjum við upp gamlar handboltafréttir úr fortíðinni frá þeim degi sem er í dag. Í dag, 31.júlí ætlum við að skella okkur aftur til ársins 1987 er Morgunblaðið greindi frá því að landsliðsmaðurinn, Sigurður Valur Sveinsson væri níundi markahæstur í þýsku deildinni frá upphafi. Sigurður Valur, eða Siggi Sveins eins og hann er nú yfirleitt kallaður í handboltaheiminum hér heima, spilaði tæplega 250 landsleiki fyrir Ísland og skoraði rúmlega 730 mörk fyrir landsliðið. Siggi Sveins. spilaði í Þýskalandi á árunum 1982-1988 með Nettelstedt og Lemgo. ,,Sigurður Sveinsson er í níunda sæti yfir markahæstu menn í vestur þýsku 1.deildinni í handbolta frá upphafi, þó hann hafi aðeins leikið þar í sex ár." Það er Jóhann Ingi Gunnarsson sem skrifar fréttina fyrir Morgunblaðið frá Þýskalandi. ,,Sigurður hefur skorað samtals 725 mörk, þar af 252 úr vítaköstum. Mörk án vítakasta því 473 hjá kappanum," skrifar Jóhann Ingi. ,,Siggi er lang markahæstur allra Íslendinganna sem leikið hafa í þýsku deildinni. Hann á eflaust eftir að bæta mörum mörkum við í vetur og er harla ólíklegt að nokkur Íslendingur eigi eftir að skora jafn mikið og hann í deildinni í framtíðinni." Þess má til gamans geta að Guðjón Valur Sigurðsson skoraði rúmlega 2100 mörk í þýsku úrvalsdeildinni á ferlinum með Tusem Essen, Rhein Neckar Lowen, Gummersbach og Kiel. Í lok fréttarinnar birti Morgunblaðið lista yfir markahæstu leikmenn deildarinnar frá upphafi: Hægt er að lesa fréttina um Sigga Sveins. í Morgunblaðinu frá árinu 1987 hér.Siggi Sveins níundi markahæstur frá upphafi
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.