Kemur Milosavljev í stað Ferlin hjá Kielce?
(Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)

Klemen Ferlin ((Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)

Samkvæmt heimildum Handkastsins verða markvarðarbreytingar hjá stórliði Kielce næsta sumar en Dejan Milosavljev markvörður þýsku meistarana í Fuchse Berlín hefur verið sterklega orðaður við pólska liðið.

Nýjustu fregnir herma að slóvenski landsliðsmarkvörðurinn Klemen Ferlin gangi í raðir Slovan sem þjálfari slóvenska landsliðsins, Uros Zorman þjálfar. Hefur Klemen Ferlin samkvæmt heimildum Handkastsins samþykkt samning frá Slovan um að ganga í raðir félagsins frá og með næsta sumri.

Hinsvegar vinnur slóvenska liðið, Slovan sem leikur í Evrópudeildinni og hefur styrkt liðið gríðarlega á síðustu vikum og mánuðum hörðum höndum að því að reyna fá landsliðsmarkvörðinn til sín strax í sumar.

Það er hinsvegar talið ansi ólíklegt að það gerist enda tíminn naumur fyrir pólska liðið að fylla það skarð sem Ferlin myndi skilja eftir sig.

Stefan Kretszchmar íþróttastjóri Fuchse Berlín blæs á þær sögusagnir hinsvegar að Dejan Milosavljev yfirgefi Berlínar refina næsta sumar.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top