Fer Makuc frá Barcelona til Kiel?
(Javier Borrego / Spain DPPI / DPPI via AFP)

Domen Makuc - Barcelona ((Javier Borrego / Spain DPPI / DPPI via AFP)

Erlendir miðlar keppast nú um að orða Domen Makuc við Kiel fyrir tímabilið 2026/2026. Samningur slóvenska landsliðsmannsins og leikstjórnandi Barcelona rennur út næsta sumar og er hann sagður ganga í raðir Kiel í kjölfarið.

Það er spænski miðilinn Mundo Deportivo sem greinir frá þessu auk fleiri miðla erlendis.

Makuc kom til Barcelona frá slóvenska félaginu Celje árið 2020 sem einn efnilegasti leikmaðurinn Slóveníu í langan tíma. Tækni hans og sköpunargáfa hefur aldrei verið í vafa, en framlag hans á vellinum hefur verið upp og niður. Eitthvað sem þjálfarinn Carlos Ortega hefur bent á nokkrum sinnum og þá hafa tækifæri hans með slóvenska landsliðinu oft verið minni en mann hafa búist við.

,,Makuc getur spilað frábærlega einn daginn og svo spilað langt undir pari í næsta leik," segir í umfjöllun Hbold um Makuc.

Barcelona hefur ekki enn kynnt framlengingu á samningi leikmannsins þó núverandi samningur Makuc gildi einungis til 2026. Félagið vildi fyrst sjá stöðugri frammistöðu áður en mögulegur nýr samningur var ræddur. Því hefur slóvenski leikstjórnandinn lengi verið að íhuga aðra valkosti og nú bendir allt til þess að næsti áfangastaður hans verði THW Kiel.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Makuc hefur verið nálægt því að skipta um félag. Sumarið 2022 tilkynnti hann innanhúss að hann vildi yfirgefa Barcelona og skipta yfir í Álaborg Håndbold. En eftir samtal hans við þjálfara Barcelona, Carlos Ortega breytti hann um skoðun og framlengdi í staðinn samning sinn við félagið til 2026.

Eftir að Luka Cindric fór fékk Makuc tækifæri sem aðalleikstjórnandi Barcelona árið 2023, en í aðdraganda tímabilsins meiddist hann alvarlega á hné þar sem hann bæði sleit krossband og liðband og var frá í níu mánuði. Þetta ruddi brautina fyrir hinn unga Petar Cikusa.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top