Lukas Sandell (
Það er ekki á hverjum degi sem leikmenn skipta á milli ungversku risanna og erki óvinanna í Veszprem og Pick Szeged. Lukas Sandell hefur þó samþykkt að ganga til liðs við Pick Szeged sumarið 2026 eins og Handkastið greindi frá um daginn en fyrst stoppar hann í eitt ár hjá Rhein Necker Löwen. Rthandball tók saman stærstu félagsskiptin milli þessara risa undanfarin ár. „Íslandsvinurinn“ Roland Mikler gekk til liðs við Pick Szeged frá Veszprem árið 2019. Spænska hægri skyttan Jorge Maqueda gekk til liðs við Veszprem árið 2020 frá Pick Szeged. Norska hægri skyttan Kent R. Tonnesen fór frá Veszprem yfir til Pick Szeged árið 2021. Króatíski markvörðurinn Mirko Alilovic gekk í raðir Pick Szeged árið 2018. Önnur stór félagsskipti á milli liðanna má nefna: Hægri skyttan Gabor Ancsin sem fór til Veszprem frá Pick Szeged sumarið 2016 eftir fimm ár hjá Szeged. Miðjumaðurinn Daniel Buday fór í upphafi ferilsins frá Pick Szeged til Veszprem sumarið 2003. Hægri skyttan Ferenc Ilyés fór frá Pick Szeged til Veszprem sumarið 2007 eftir sjö ár hjá Pick Szeged.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.