Vissi af áformum tveggja óléttra leikmanna sinna
(Attila KISBENEDEK / AFP)

Sandra Toft - GYOR ((Attila KISBENEDEK / AFP)

Ungverska stórliðið Gyor sem hefur unnið Meistaradeildina síðustu tvö ár verður að vera án tveggja lykil leikmanna á næstu leiktíð. Um er að ræða danska landsliðsmanninn Sandra Toft og ungverska hægri hornamanninn, Viktória Györi-Lukács sem báðar eru óléttar.

Danski landsliðsmarkvörðurinn tilkynnti að hún beri barn undir belti í sumar og verður því ekki í marki Gyor á næstu leiktíð.

Svíinn, Per Johansson þjálfari ungverska liðsins sem þjálfaði einnig hollenska landsliðið til ársins 2024 var spurður út í þau tíðindi að tveir leikmenn liðsins væru óléttir og myndu missa af tímabilinu.

,,Í fyrsta lagi er ég mjög ánægður fyrir þeirra hönd. Ég vissi af áformum þeirra og þess vegna sóttum við vísvitandi fleiri leikmenn til okkar í sumar. Nathalie Hagman hefur komið inn sem í hægra hornið og í markinu verður það Szemerey Zsófi sem mun fá aukna ábyrgð. Við erum á góðum stað þrátt fyrir að missa þær," sagði Per Johansson í samtali við ungverska miðilinn, Nemzeti Sport.

Meistaradeild kvenna í Evrópu hefst í byrjun september en Gyor mætir þar þýska liðinu Dortmund í 1.umferð keppninnar sem ríkjandi meistari.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top