Yfir 5000 miðar seldir á æfingaleik í Danmörku
(Julien Kammerer / DPPI via AFP)

Álaborg ((Julien Kammerer / DPPI via AFP)

Það ríkir handboltafár í Danmörku eins og venjulega og það sýnir sig ágætlega á áhuga almennings yfir æfingaleik sem fyrirhugaður er í lok ágúst. Því yfir 5000 miðar hafa verið seldir á æfingaleik Álaborgar og þýska úrvalsdeildarliðsins, SG Flensburg-Handewitt.

Leikurinn er fram föstudagskvöldið 22. ágúst í Sparekassen Danmark Arena heimavelli Álaborgar.

Mikill áhugi er fyrir komandi tímabili hjá Álaborgar-liðinu sem mætir til leiks á nýju tímabili með dýrasta lið félagsins frá upphafi, að sögn Jan Larsen stjórnarmanns hjá félaginu.

Á sama tíma og þetta er síðasti æfingaleikur liðsins fyrir tímabilið þá mun félagið nýta viðburðinn til að kynna leikmannahópinn fyrir stuðningsmönnum sínum.

Danska deildin hefst 27. ágúst en Álaborg tekur á móti Skanderborg AGF í 1. umferð.

Komnir til Álaborgar í sumar:

  • Juri Knorr (frá Rhein-Neckar Löwen)
  • Patrick Helland Anderson (frá Elverum Håndball)
  • Tobias Nielsen (frá TMS Ringsted)
  • Alexandre Blonz (frá GOG)
  • Vetle Rønningen (frá Skjern Håndbold)

Farnir frá Álaborg í sumar:

  • Hendrik Möllgaard (hættur)
  • Miguel Martins (til CS Dinamo Bucuresti)
  • Jack Thurin (til Montpellier Handball)
  • Tobias Nielsen (til HØJ Elite på lejeaftale)
  • Aleks Vlah (til Vive Kielce)
  • Sebastian Barthold (til SC Magdeburg)
  • Martin Larsen (hættur)

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top