Barca reynir allt sem þeir geta til að framlengja við Dika Mem
(Ronny HARTMANN / AFP)

Dika Mem - Barcelona ((Ronny HARTMANN / AFP)

Einn besti handknattleiksleikmaður heims um þessar mundir, Frakkinn Dika Mem rennur út af samningi við spænska stórliðið, Barcelona sumarið 2027. Óvissa ríkir um framtíð leikmannsins eftir að núverandi samningur hans við félagið rennur út.

Frakkinn gekk í raðir Barcelona fyrir tímabilið 2016/2017 og þrátt fyrir að vangaveltur séu uppi um það hvað Dika Mem gerir eftir núverandi samning erum margir sem hafa litlar áhyggjur af því og gera ráð fyrir að Dika verði um kjurrt hjá Barcelona eins lengi og félagið vill halda honum.

Carlos Ortega þjálfari Barcelona er hinsvegar ekki einn af þeim sem hefur litlar áhyggjur, enda Dika Mem eftirsóttur leikmaður sem hvert einasta félag í heiminum væri til í að hafa í sínum herbúðum.

,,Ég treysti því að Dika muni framlengja samninginn. Hann er afar mikilvægur leikmaður, við viljum halda honum og við munum gera allt sem við getum til að halda honum,“ sagði Ortega í viðtali við Mundo Deportivo.

Breyttur fjárhagur handknattleiksliðs Barcelona og eins aukin samkeppni frá ríkum félögum gætu haft áhrif á ákvörðun Dika Mem þegar upp er staðið.

„Það er enginn vafi á því að Dika er leikmaður sem önnur félög myndu vilja fá. En hann hefur verið hér í mörg ár og ég held að við eigum gott samband. Hins vegar gætu fjárhagsaðstæður skipt miklu máli.“

Þjálfarinn vonast einnig til að frekari liðsstyrking félagsins geti haft áhrif á Mem og þá er til að mynda nefnt í því samhengi endurkoma heimsklassa leikmannsins Ludovic Fàbregas, sem hefur skrifað undir samning til ársins 2030.

„Ef leikmaðurinn sér að liðið er að reyna að styrkja sig og gera liðið eins samkeppnishæft og mögulegt er innan fjárhagsáætlunar okkar, þá hjálpar það auðvitað. Ef hann sér hið gagnstæða getur það haft öfug áhrif,“ sagði Ortega ennfremur.

,,Ef Dika yfirgefur okkur, eða ég geri það, eða einhver annar yfirgefur félagið, þá mun félagið leita lausnar. En ég endurtek: Við viljum ekki að Dika yfirgefi félagið.“

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top