Segir fólk í GOG mega hafa áhyggjur
(Patrick Süphke / dpa Picture-Alliance via AFP)

GOG Handbold ((Patrick Süphke / dpa Picture-Alliance via AFP)

Danska félagið GOG er komið aftur í Meistaradeild Evrópu eftir að hafa misst af sæti í keppninni á síðustu leiktíð í hendur Guðmundar Þórðar Guðmundssonar og félaga í Fredericia.

Miklar vangaveltur eru hinsvegar fyrir komandi tímabili hjá GOG og margir sérfræðingar erlendis skilja ekki þá stöðu sem liðið er í, en liðið hefur misst þrjá lykilmenn frá síðustu leiktíð og ekki náð að fylla þau skörð að fullu.

Þjálfari GOG, Daninn Kasper Christensen sagði nýlega að liðið „hefði ekki næga breidd í hópnum til að keppa um gullið."

Handboltasérfræðingur TV 2 SPORT, Bent Nyegaard skilur vel áhyggjur Kaspers.

Í sumar kvaddi GOG tvær vinstri skyttur þá, Frederik Tillsted sem gekk í raðir Sönderjyske og Tobias Grøndahl sem gekki í raðir Fuchse Berlín. Þá gekk vinstri hornamaðurinn, Alexander Blonz í raðir Álaborgar.

Til að fylla skarð Tillsted og Tobias Grøndahl fékk liðið eitt mesta efni í Evrópu, Óla Mittún frá Savehof en í allt sumar hafa spekingar beðið eftir frekari liðstyrk. Frá landi Óla Mittún, Elías á Skiptagötu leikmaður Kiel lengi vel orðaður við GOG en ekkert varð úr því.

Bent Nyegaard telur að lítil breidd gæti haft áhrif á GOG í vetur þá sérstaklega miðað við þéttsetta dagskrá sem bíður liðsins bæði í dönsku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Þar kemur einmitt skortur á reynslu og breidd í ljós.

„Fólk í GOG má hafa áhyggjur. Þið eruð að setja ykkur í erfiða stöðu á leikmannamarkaðnum,“ segir Nyegaard við TV 2 SPORT.

GOG:

Komnir:

  • Lasse Balstad (fra Fredericia Håndboldklub)
  • Frederik Bjerre (fra TTH Holstebro)
  • Óli Mittún (fra IK Sävehof)

Farnir:

  • Frederik Møller Wolff (til TTH Holstebro á láni)
  • Joachim Lyng Als (til TTH Holstebro)
  • Emil La Cour (til Sønderjyske Herrehåndbold)
  • Alexander Blonz (til Aalborg Håndbold)
  • Frederik Tilsted (til Sønderjyske Herrehåndbold)
  • Linus Persson (til FC Porto)
  • Tobias Grøndahl (til Füchse Berlin)
  • Andreas Nielsen (Óljóst)

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top