Eric Johannsson - Kiel (FRANK MOLTER / dpa Picture-Alliance via AFP)
Sænski landsliðsmaðurinn og leikmaður þýska liðsins, Kiel Eric Johannsson glímir við meiðsli á hné og æfir því ekki með liðinu þessa dagana í undirbúningi fyrir komandi tímabil. Þetta staðfesti Viktor Szilagyi, íþróttastjóri THW Kiel í samtali við þýska staðarblaðið, Kieler Nachrichten. ,,Við vonum að Eric verði kominn aftur í byrjun tímabilsins,“ sagði Viktor Szilagyi sem leggur áherslu á að þetta sé ekki alvarlegt meiðsli heldur meira tengt álagi og að hnéð bregðist illa við auknu álagi. ,,Þetta er ekki eitthvað sem hefur rifnað heldur er hnéð ert og viðkvæmt. Þess vegna erum við að stýra álaginu. Við eigum langt tímabil fyrir höndum og viljum ekki taka neina áhættu,“ útskýrir Szilagyi. Þetta þýðir að Eric Johansson mun ekki taka þátt í æfingaleiknum gegn RD Slovan Ljubljana 7. ágúst, rétt eins og hann verður ekki viðstaddur þegar Kiel tekur þátt í hefðbundnu móti í Doboj frá 12. til 16. ágúst. Eric hefur sjálfur áður útskýrt að verkirnir komi aðallega fram við stefnubreytingu og hoppi, sem hefur gert honu erfitt fyrir að æfa á fullu. THW Kiel byrjar tímabilið í Bundesligunni 28. ágúst á útivelli gegn HC Erlangen. Áður en það byrjar leikur liðið í þýska Ofurbikarnu gegn Füchse Berlin þann 23. ágúst. Félagið vonast til að Eric verði tilbúinn í það verkefni.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.