Guðjón Valur hefur verið orðaður við Kiel að undanförnu ((Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)
Hávær orðrómur þess efnis að Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach og Christoph Schindler framkvæmdarstjóra félagsins, væru á leið til þýska stórliðsins Kiel, reyndist ekki réttur. Christoph Schindler tjáði sig um þennan orðróm í viðtali við Kölner Stadt Anzeiger og sagði það af og frá. Hvorki hann né Guðjón Valur væru á leið til Kiel. Julian Köster leikmaður Gummersbach er á leið til Kiel næsta sumar. Hann segir það ekki koma á óvart að upp komi orðrómur um leikmenn liðsins og þjálfara en það sé hrós fyrir það frábæra starf sem klúbburinn hefur unnið á síðustu árum, segir Christoph. Hann segist hins vegar ekki vera á leið frá VfL Gummersbach og að einbeitingin sé núna einungis á næsta tímabil. Hann tjáði sig einnig um stöðu Guðjóns Vals hjá félaginu en samningur hans rennur út árið 2027. Christoph segir að Guðjón Valur muni ekki fara frá félaginu áður en samningur hans rennur út. Sportbild sagði frá því að Denis Spoljaric sem þjálfar landslið Króatíu ásamt Degi Sigurðssyni væri á leið til Gummersbach. Christoph segir það af og frá og að hann hafi aldrei talað við hann.
Þá sló hann enn fremur á þá orðróma að samningur Guðjóns Vals og Julian Kösters væru samtvinnaðir.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.