Hvað gerðu stærstu liðin í Þýskalandi á leikmannamarkaðnum í sumar?
(HENDRIK SCHMIDT / dpa Picture-Alliance via AFP)

Barthold kominn til Magdeburgar ((HENDRIK SCHMIDT / dpa Picture-Alliance via AFP)

Ljóst er að rétt rúmur mánuður er til stefnu þar til að þýska úrvalsdeildin fari af stað. Danski fréttamiðilinn HBold fór yfir stærstu félagaskiptin sumarsins og fimm stærstu félögum deildarinnar.

Auk þess höfum við bætt inn hvað Melsungen gerði en þetta eru þau fimm félög sem enduðu á efstu sætum þýsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð auk Rhein Neckar Lowen sem endaði í 9.sæti á síðustu leiktíð en hafa gengið í gegnum miklar breytingar í sumar.

Perez de Vargas til THW Kiel

Þýska stórveldið tryggði sér spænska landsliðmarkvörðin Perez De Vargas sumarið 2023. Ljóst er að þegar hann hefur jafnað sig á meiðslum sínum mun hann og Wolff binda afar sterkt markvarðarpar. Vargas sleit krossband á síðustu leiktíð með Barcelona og er í óða önn að jafna sig á þeim meiðslum.

Rhein-Neckar Löwen semur við stóra leikmenn

Eftir að hafa misst þýska landsliðsmanninn, Juri Knorr til Álaborgar hafa þeir samið við Hauk Þrastarson, Mike Jensen, Lukas Sandell og Edwin Aspenbäck sem segir okkur að þeir ætla að standa í stóru strákunum í haust. Miklar breytingar hafa þó orðið á liðinu í sumar þar sem átta leikmenn hafa gengið til félagsins en á sama tíma hefur liðið misst níu leikmenn.

Elvar til Magdeburg

Elvar semur við Magdeburg frá Melsungen ásamt því að Sebastian Barthold semur við sigurvegara Meistaradeildarinnar fyrir komandi átök. Litlar breytingar á liði Magdeburg frá síðustu leiktíð svo það má gera ráð fyrir þeim sterkum á komandi tímabilum.

Flensburg semur við stór nöfn

Þrátt fyrir að hafa misst menn eins og Mads Mensah og Flensburg goðsögnina Jim Gottfridsson þá hafa þeir samið við Luca Witzke, Domen Novak, Kent Robin Tönnesen og Marko Grgic. Gríðarlega spennandi félagaskipti og Flensburg mætir með lítið breytt en afar spennandi lið í komandi tímabil.

Füchse Berlin styrkist

Þýsku meistarnir í Füchse Berlin hafa sótt Spánverjnann, Aitor Ariño, Tobias Grøndahl frá GOG og Leo Prantner fyrir komandi tímabil.

Melsungen

Miklar breytingar hafa orðið á liði Melsungen frá síðasta tímabili. Sex leikmenn inn og sex leikmenn út. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir fylla skarð landsliðsmannsins, Elvars Arnar Jónssonar sem fór til Magdeburg í sumar.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top