Sterbik kveður Veszprem eftir sjö ár
(Andrej ISAKOVIC / AFP)

Arpad Sterbik ((Andrej ISAKOVIC / AFP)

Eftir glæsilegan leikmannaferil sinn hefur markvörðurinn, Arpad Sterbik unnið sem markmannsþjálfari ungverska stórliðsins, Veszprem í síðustu fimm tímabil. Nú er hinsvegar því samstarfi lokið því félagið hefur tilkynnt að félagið að ákveðið að slíta samstarfinu við markvörðinn stóra og stæðilega.

Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í fyrradag.. Þar með lýkur sjö árum þar sem markvörðurinn, sem er fæddur í Serbíu, hefur gegnt mismunandi hlutverkum fyrir félagið, fyrst sem leikmaður í tvö tímabil og síðan sem markmannsþjálfari.

„Við viljum halda áfram að þróa þetta svið með annarri nálgun og í nýja átt í framtíðinni. Í bili verða verkefni markmannsþjálfarans unnin með aðstoð innanhúss,“ skrifar Veszprem á vefsíðu félagsins.

Arpad Sterbik sem er fæddur í Serbíu lék bæði fyrir Júgóslavíu og síðan spænska landsliðið. Hann lék fyrst fyrir Veszprém árin 2001-2024 og síðan lokaði hann hringnum sínum þar tímabilið 2019/2020.

Vitað er til þess að nokkur íslensk félög vantar markmannsþjálfara og nú er spurningin hvort einhver taki upp tólið og heyri í Sterbik fyrir komandi tímabil.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top