Ludgwigsburg fagnar bikarmeistaratitli í fyrra. ((MARIJAN MURAT / dpa Picture-Alliance via AFP)
Mikil og heiftarleg reiði er í garð þýska liðið HB Ludwigsburg sem hefur verið í sérflokki í þýskum kvennahandbolta síðustu tímabil. Liðið hefur unnið þýsku deildina fjögur ár í röð og unnið bikarkeppnina fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Félagið varð gjaldþrota á dögunum og ríkir mikil óvissa um hvort félagið taki þátt í þýsku úrvalsdeildinni á komandi tímabili en nú þegar hefur félagið verið vikið úr Meistaradeild Evrópu og spilar ekki leik meistara meistaranna í Þýskalandi. Félög í Þýskalandi saka Ludwigsburg um að hafa unnið titla á ósanngjörnum forsendum. Landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir velti fyrir sér í viðtali við Handkastið í gær, hvernig Ludwigsburg hefur komist í gegnum leyfiskerfi deildarinnar fyrir síðasta tímabil. Það er Handball-World sem segir frá. Maik Schenk, framkvæmdastjóri kvennaliðs, Thüringer HC, kallar nýlega titla Ludwigsburg svik. Að sögn Schenks hefur félagið lifað langt um efni fram og þannig náð árangri á ósanngjörnum forsendum. Þjálfari Thüringer HC, Herbert Müller, gengur jafnvel svo langt að krefjast þess að Ludwigsburg verði svipt titlum sínum. Gagnrýnin er ekki bara siðferðileg. Peter Prior, leikmaður Buxtehuder SV, óttast alvarlegar afleiðingar fyrir allan þýskan kvennahandbolta í kjölfarið. Fari svo að HB Ludwigsburg leiki ekki í þýsku úrvalsdeildinni er ljóst að liðin verða aðeins 11 í deildinni. Þýska handknattleikssambandið hefur ekki enn tekið endanlega ákvörðun um framtíð Ludwigsburg í þýsku úrvalsdeildinni.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.