Sá markahæsti fær aukna samkeppni hjá nýju liði
(BERND WEISSBROD / dpa Picture-Alliance via AFP)

Marko Grgic - Þýskaland ((BERND WEISSBROD / dpa Picture-Alliance via AFP)

Markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, Marko Grgic skipti um félag í sumar er hann gekk í raðir SG Flensburg-Handewitt frá Eisenach einu ári á undan áætlun þar sem hann tók þátt í því að leggja í púkinn fyrir verðmiðanum.

Hann segist hlakka til að þróast sem leikmaður hjá nýju félagi í samtali við Handball-world. Þá er hann spenntur að leika með liðsfélögum sínum úr þýskalandsliðinu hjá Flensburg sem muni hafa góð áhrif á Evrópumótinu í janúar.

Hann sér mikil tækifæri hjá nýju liði bæði fyrir sig og fyrir þýska landsliðið. Í Flensburg sameinast hann landsliðsfélögum sínum Luca Witzke og Johannes Golla, sem hann sér sem kost fyrir Evrópumótið í janúar. „Það er gott fyrir landsliðið að við getum byggt upp sameiginlegan skilning innan félagsins,“ segir hann.

Þó að samkeppnin í hans stöðu sé hörð við leikmenn eins og Simon Pytlick og Lasse Møller, er Grgic tilbúinn að berjast fyrir spil mínútunum sínum: ,,Þú færð ekkert frítt í Bundesligunni – ég er hér til að læra og vinna hörðum höndum."

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top