Marko Grgic - Þýskaland ((BERND WEISSBROD / dpa Picture-Alliance via AFP)
Markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, Marko Grgic skipti um félag í sumar er hann gekk í raðir SG Flensburg-Handewitt frá Eisenach einu ári á undan áætlun þar sem hann tók þátt í því að leggja í púkinn fyrir verðmiðanum. Hann segist hlakka til að þróast sem leikmaður hjá nýju félagi í samtali við Handball-world. Þá er hann spenntur að leika með liðsfélögum sínum úr þýskalandsliðinu hjá Flensburg sem muni hafa góð áhrif á Evrópumótinu í janúar. Hann sér mikil tækifæri hjá nýju liði bæði fyrir sig og fyrir þýska landsliðið. Í Flensburg sameinast hann landsliðsfélögum sínum Luca Witzke og Johannes Golla, sem hann sér sem kost fyrir Evrópumótið í janúar. „Það er gott fyrir landsliðið að við getum byggt upp sameiginlegan skilning innan félagsins,“ segir hann. Þó að samkeppnin í hans stöðu sé hörð við leikmenn eins og Simon Pytlick og Lasse Møller, er Grgic tilbúinn að berjast fyrir spil mínútunum sínum: ,,Þú færð ekkert frítt í Bundesligunni – ég er hér til að læra og vinna hörðum höndum."
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.