Sex leikmenn til að fylgjast með í þýsku deildinni
(Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Max Beneke - Füchse Berlin ((Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Þýska úrvalsdeildin fer af stað aftur eftir sumarfrí eftir rúmlega mánuð þegar Hannover-Burgdorf og Gummersbach mætast í opnunarleik tímabilsins 27. ágúst næstkomandi.

Rthandball á Instagram tók saman sex leikmenn sem vert verður að fylgjast með í þýsku deildinni á tímabilinu. Við heyrðum í Norðmanninum, Magnus Olsen sem sér um rthandball á Instagram og fengum hann til að fara aðeins betur yfir þessa sex leikmenn sem hann valdi.

Tom Koschek - 18 ára - Leipzig - Þýskaland
Nafn Tom Koschek kom fram á handboltasviðið úr engu. Meisðli hjá Gummersbach á síðustu leiktíð komu honum í aðalliðið og gaf honum óvænt tækifæri með liðinu sem hann greip á lofti. Þar sýndi hann hæfileika sína og hann öðlaðist reynslu bæði í þýsku deildinni og í Evrópudeildinni. Nú hefur hann tækifæri til að öðlast enn meiri reynslu hjá Leipzig og þróast í að verða alvöru leikmaður.

Max Beneke - 22 ára - Fuchse Berlín - Þýskaland
Örvhent skytta sem er enn óljóst hvar mun spila, en markmiðið er að hann þróist sem framtíðarstjarna hjá Füchse Berlín. Hann hefur verið orðaður við önnur lið síðustu daga þar á meðal við Bergischer. Max Beneke var ein af ástæðunum fyrir því að Potsdam komst í 1. deildina, en hann spilaði ekki eins vel og hann vonaðist til fyrir Füchse Berlin á síðasta tímabili.

Julian Buchele - 21 árs - Göppingen - Þýskaland
Er einn af efnilegustu markvörðum deildarinnar. Hann hefur spilað með Göppingen í mörg ár og hefur alltaf fengið tækifæri. Nú er hann tilbúinn að stíga næsta skref og hann mun örugglega sanna að hann getur orðið ein af stjörnum deildarinnar í framtíðinni.

Joelsson - 25 ára - Eisenach - Svíþjóð
Það eru miklar væntingar bundnar við komu Joelsson til Eisenach. Eftir að félagið missti Marko Grgic þarf hann að reyna að setja nýjan svip á Eisenach og gera Eisenach eins farsælt og það var síðasta tímabil. Engu að síður verður það afar erfitt fyrir hann að leysa af hólmi leikmann eins og Grigic. Það verður því afar spennandi að sjá hvernig honum mun ganga á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni.

Moritz Sauter - 22 ára - Hamburg - Þýskaland
Sauter stendur frammi fyrri nýrri áskorun hjá Hamburg í vetur. Hann þarf nú að taka við af Leif Tissier sem fór til Hannover í sumar. Á síðasta tímabili sannaði Sauter mikilvægi sitt fyrir Hamburg og hefur nú möguleika á að leiða liðið í gegnum tímabilið.

Steenaerts - 20 ára - Rhein-Neckar Lowen - Sviss
Steenaerts er einn efnilegasti leikmaður þýsku deildarinnar og er nýliði í deildinni. Mörg félög víðsvegar í Evrópu voru á höttunum eftir honum og vildu mjög fá hann til liðs við sig. Steenaerts ákvað hins vegar að fara til Þýskalands og mun spila fyrir Rhein Necker Löwen, þar sem allir búast við að hann verði fastamaður í byrjunarliðinu í framtíðinni.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top