Þrjú stærstu félagaskiptin í Frakklandi í sumar
(MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Rogerio Moraes ((MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Franska úrvalsdeildin, Starligue hefst 5.september en þar hafa Paris Saint Germain unnið deildina ellefu ár í röð en Dukerque er síðasta liðið fyrir utan PSG til að vinna frönsku deildina en það var tímabilið 2013/2014.

PSG unnu frönsku deildina á síðustu leiktíð með sjö stigum, enduðum með 57 en Montpellier enduðu í 2.sæti með 50 stig. Nantes enduðu í 3.sæti með 47 stig og síðan komu AIX PAUC og Nimes.

Instagram-síðan rthandball tók á dögunum saman þrjú stærstu félagaskiptin í frönsku deildinni að þeirra mati.

Ian Tarrafeta - Frá AIX PAUC til Nantes
Spænski leikstjórnandninn færir sig um set í Frakklandi og gengur í raðir Nantes eftir þrjú ár hjá AIX PAUC en þar áður lék hann með Granollers í heimalandi sínu. Fæddur árið 1999 og þótti gríðarlegt efni á sínum yngri árum. Hefur verið í leikmannahópi Spánverja á síðustu stórmótum og á Ólympíuleikunum í París 2024.

Karl Konan - Frá Montpellier til PSG
Franska varnartröllið Karl Konan fer til Frakklandsmeistarana frá Montpellier þar sem hann hefur leikið síðustu þrjú tímabil. Lykilmaður í liði Montpellier og franska landsliðsins síðustu ár.

Rogerio Moraes - frá Melsungen til Montpellier
Brasilíski línumaðurinn Rogerio Moraes er kominn til Frakklands eftir þrjú ár hjá Melsungen í Þýskalandi. Þar áður hefur hann leikið í Portúgal, Ungverjalandi og Norður-Makedoníu með stærstu félögum Evrópu. Á að fylla það skarð sem Karl Konan skilur eftir sig.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top