Rogerio Moraes ((MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)
Franska úrvalsdeildin, Starligue hefst 5.september en þar hafa Paris Saint Germain unnið deildina ellefu ár í röð en Dukerque er síðasta liðið fyrir utan PSG til að vinna frönsku deildina en það var tímabilið 2013/2014. PSG unnu frönsku deildina á síðustu leiktíð með sjö stigum, enduðum með 57 en Montpellier enduðu í 2.sæti með 50 stig. Nantes enduðu í 3.sæti með 47 stig og síðan komu AIX PAUC og Nimes. Instagram-síðan rthandball tók á dögunum saman þrjú stærstu félagaskiptin í frönsku deildinni að þeirra mati. Ian Tarrafeta - Frá AIX PAUC til Nantes Karl Konan - Frá Montpellier til PSG Rogerio Moraes - frá Melsungen til Montpellier
Spænski leikstjórnandninn færir sig um set í Frakklandi og gengur í raðir Nantes eftir þrjú ár hjá AIX PAUC en þar áður lék hann með Granollers í heimalandi sínu. Fæddur árið 1999 og þótti gríðarlegt efni á sínum yngri árum. Hefur verið í leikmannahópi Spánverja á síðustu stórmótum og á Ólympíuleikunum í París 2024.
Franska varnartröllið Karl Konan fer til Frakklandsmeistarana frá Montpellier þar sem hann hefur leikið síðustu þrjú tímabil. Lykilmaður í liði Montpellier og franska landsliðsins síðustu ár.
Brasilíski línumaðurinn Rogerio Moraes er kominn til Frakklands eftir þrjú ár hjá Melsungen í Þýskalandi. Þar áður hefur hann leikið í Portúgal, Ungverjalandi og Norður-Makedoníu með stærstu félögum Evrópu. Á að fylla það skarð sem Karl Konan skilur eftir sig.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.