Tomas Hlavaty (Marco Wolf/dpa (Photo by Marco Wolf / dpa Picture-Alliance via AFP)
Árið 2025 verður sennilega eitt eftirminnilegasta ár, tékkneska þjálfarans Tomasar Hlavaty þegar hann gerir upp ferilinn er hann sest í helgarstein og á sama tíma kómískt. Hann hefur nefnilega upplifað það sem enginn vill þurfa að ganga í gegnum, og ekki bara einu sinni heldur í tvígang á hálfu ári. Tomas Hlavaty hefur nefnilega verið þjálfari tveggja stórliða í evrópskum kvennahandbolta sem lýst hafa þurft gjaldþroti á sama tíma og hann hefur verið þjálfari. Fyrst í janúar á þessu ári og aftur núna í ágúst. ,,Déja vu fyrir þjálfara Ludwigsburg" segir í fyrirsögn Hbold. Tomas Hlavaty er enn á ný í miðri félagskreppu, að þessu sinni hjá HB Ludwigsburg. Stuttu eftir að hafa tekið við sem aðalþjálfari þýsku meistarana, aðeins mánuðum eftir að hann varð hluti að gjaldþroti norska stórliðsins Vipers Kristiansand í Noregi. Hlavaty tók formlega við sem aðalþjálfari hjá HB Ludwigsburg 1. júlí og var kynntur sem maðurinn sem myndi leiða félagið áfram eftir Jakob Vestergaard. Nú, aðeins mánuði síðar, hefur allur leikmannahópurinn verið leystur undan samningi og óvissa ríkir um framtíð félagsins sem hefur verið útilokað frá Meistaradeild Evrópu sem og Ofurbikarnum í Þýskalandi. Eins er alls óvíst hvort félagið taki þátt í þýsku úrvalsdeildinni á komandi tímabili. Tomas var áður þjálfari Vipers Kristiansand í Noregi en félagið varð gjaldþrota snemma á þessu ári og ákvað stjórnendur félagsins að leggja félagið niður og sækja um gjaldþrotaskipti um miðjan janúar á þessu ári. Það verður að segja eins og er, að þetta er í raun ótrúlegt að sami þjálfarinn gangi í gegnum gjaldþrot íþróttafélags tvívegis á rúmlega hálfu ári. Hvort að bölvun hvíli á Tomasi Hlavaty verður látið liggja á milli hluta að svo stöddu.
Þrátt fyrir óvissuna í Ludwigsburg og allt sem undan hefur gengið er Hlavaty ekki atvinnulaus. Hann gegnir einnig stöðu landsliðsþjálfara tékkneska kvennalandsliðsins, starf sem hann tók við í febrúar eftir að Vipers varð gjaldþrota.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.