17 ára skoraði 23 mörk á HM U19 og orðaður við Barcelona
IHF)

Aljus Anzic (IHF)

Nafn Aljuš Anžič er eitthvað sem lesendur Handkastsins ættu að leggja á minnið fyrir komandi ár og áratugi. Aljuš Anžič er 17 ára Slóveni sem hefur farið á kostum á heimsmeistaramóti U19 ára sem fram í Egyptalandi þessa dagana.

Segja mætti að Aljuš Anžič hafi átt annasamt sumar því fyrr í sumar sló hann í gegn á HM U21 árs landsliða sem fram fór í Póllandi fyrr í sumar. Nú er hann mættur með U19 ára landsliði Slóvena þrátt fyrir að vera enn gjaldgengur í U17 ára landslið Slóveníu.

Leikmaðurinn fór á kostum í leik dagsins er Slóvenía mætti Noregi í fyrstu umferð í milliriðli heimsmeistaramóts í Kaíró. Anžič skoraði hvorki fleiri né færri en 23 mörk og það einungis í 25 skottilraunum er liðin skildu jöfn í 37-37 jafntefli. Af þessum 23 mörkum komu einungis sex úr vítaskotum.

Samkvæmt heimildum Handkastsins hafa Barcelona gert sig líklega til að semja við leikmanninn en hann er leikmaður Celje Lasko í heimalandi sínu en er einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu um þessar mundir. Sökum ungs aldurs er ekki gert ráð fyrir því að Aljuš Anžič fari til Barcelona fyrr en sumarið 2028.

Samkvæmt sömu heimildum Handkastsins er Aljuš Anžič ekki enn kominn með umboðsmann en það gæti breyst hratt.

Eitt er nokkuð ljóst að þetta verður ekki síðasta frétt Handkastsins sem inniheldur nafn Aljuš Anžič.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top