Úr leik Vipers og Ludwigsburg á síðustu leiktíð. (Marco Wolf / dpa Picture-Alliance via AFP)
Forseti norska handknattleikssambandsins, Randi Gustad vill að umræða um fjárhagsstöðu og fjármögnun félaga í Evrópu verði sett á dagskrá og rætt. Randi Gustad vill umræðu um fjárhagsaðstæður evrópskra félaga á hæsta stigi leiksins eftir að enn eitt stórfélagið hrundi en á dögunum fóru þýsku meistarnir í Ludwigsburg á hausinn. Fyrr á þessu tímabili fór norska stórliðið, Vipers í gjaldþrot en þessi lið mættust í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Veldur hrun þessara tveggja risa í kvennahandboltanum áhyggjum í handboltaheiminum. Nýkjörinn formaður norska handknattleikssambandsins,Randi Gustad, telur að ástandið kalli á aðgerðum ekki aðeins í Noregi heldur um alla Evrópu. „Ég tel að það ætti að fara fram umræða á evrópskum vettvangi um hvernig stærstu félög Evrópu eru fjármögnuð. Það gæti verið áhugavert að vekja athygli á þessu máli. Ég er forvitinn um skilyrðin og hvað er hægt að gera á evrópskum vettvangi í tengslum við fjármögnun,“ segir Gustad við norska sjónvarpsstöðina TV 2 Sport.
Randi sem er fyrrum landsliðskona í Noregi, fyrrum lögfræðingur og sjónvarpssérfræðingur býður sig einnig fram til stjórnarsetu hjá Evrópska handboltasambandinu (EHF) og vill að málið verði tekið á dagskrá.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.