Corrales snýr aftur til PSG
PSG)

Rodrigo Corrales (PSG)

Frönsku meistarnir í Paris Saint-Germain Hanball hafa tilkynnt það með ánægju að Rodrigo Corrales sé kominn aftur til félagsins frá Veszprém. Spænski markvörðurinn mun ganga til liðs við Parísarliðið frá og með næsta sumri 2026.

Hann hefur skrifað undir tveggja ára samning sem rennur út í júní 2028.

Rodrigo Corrales er uppalinn hjá Barcelona og spilaði fyrir BM Huesca og Wisła Płock áður en hann gekk til liðs við Paris Saint-Germain sumarið 2017. Á þremur tímabilum sínum í París vann hann þrjá franska meistaratitla, einn bikarmeistaratitla, tvo deildarbikarmeistaratitla og einu sinni Meistaradeildina. Hann hélt síðan áfram ferli sínum hjá Veszprém.

Með Spáni hefur hann unnið tvo Evrópumeistaratitla 2018 og 2020 og á að baki 134 landsleiki fyrir þjóð sína.

,,Endurkoma hans er mikilvægur kostur til að styrkja liðið og styðja að fullu metnað félagsins í öllum keppnum. Félagið er himinlifandi að bjóða Rodrigo velkominn aftur til félagsins og óskar honum alls hins besta á þessu nýja stigi ferils síns í París," segir í tilkynningu félagsins.

„Við erum mjög ánægð með endurkomu Rodrigo til Paris Saint-Germain. Hann er reynslumikill markvörður sem hefur þegar sannað gildi sitt í París og á alþjóðavettvangi. Endurkoma hans styrkir hópinn okkar og við erum fullviss um að hann muni gegna lykilhlutverki innan liðsins og í hinum ýmsu keppnum," sagði Thierry Omeyer framkvæmdastjóri PSG.

„Það er mér mikill heiður að snúa aftur til Paris Saint-Germain. Ég þekki nú þegar menningu félagsins og metnaðinn og háleit markmið liðsins sem hvetur mig áfram til þess að gera vel. Ég get ekki beðið eftir að komast aftur til félagsins, aðdáendanna, starfsfólksins og liðsfélaga minna, og leggja mitt af mörkum til að ná markmiðum liðsins," sagði markvörðurinn, Rodrigo Corrales.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top