Guðjón Valur varð fyrir áfalli um helgina
Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Julian Köster - VfL Gummersbach (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Segja mætti að Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari Gummersbach hafi orðið fyrir áfalli um helgina þegar hans mikilvægasti leikmaður, þýski landsliðsmaðurinn Julian Köster varð fyrir meiðslum í æfingamóti um helgina.

Gummersbach lék í sex liða móti um helgina, Heide Cup þar sem Julian Köster varð fyrir því áfalli að meiðast illa. Leit út fyrir að leikmaðurinn hafi meiðst illa á ökkla.

Julian Köster er algjör lykilmaður fyrir Gummersbach en hann er á leið inn í sitt síðasta tímabil með félaginu en hann gengur til liðs við Kiel næsta sumar.

Köster var ekki eini leikmaður Gummersbach sem meiddist á æfingamótinu því Miro Schluroff meiddist einnig á æfingu fyrir mótið. Hefur hann nú þegar gengist undir aðgerð sem tókst vel að sögn Dr. Jan Vonhoegen liðslækni félagsins. Gert er ráð fyrir að Schluroff verði frá í sex vikur.

Þá hlaut Ole Pregler einnig minniháttar meiðsli. Segulómskoðun sýndi engin alvarleg meiðsli og gert er ráð fyrir að hann verði klár fyrir fyrsta leik.

Samkvæmt heimildum Handkastsins íhuga stjórnarmenn Gummersbach að leita að styrkingu fyrir hópinn rétt áður en tímabilið fer af stað þar sem óljóst er endanlega hversu lengi þessir leikmenn verða að jafna sig.

Gummersbach leikur opnunarleik þýsku úrvalsdeildarinnar 27.ágúst næstkomandi og því ekki nema rúmlega tvær vikur þangað til keppni í bestu deild í heimi fer af stað.

Kay Smits lék sinn fyrsta leik fyrir VfL Gummersbach um helgina.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top