Viggó Kristjánsson - HC Erlangen ((Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)
Landsliðsmaðurinn, Viggó Kristjánsson gat ekki tekið þátt í æfingamóti með þýska liði sínu, Erlangen um helgina vegna veikinda. Erlangen var um helgina í æfingaferð í Austurríki og átti að spila leik gegn HC Kriens-Luzern í dag en Erlangen sá sér ekki fært um að spila leikinn vegna veikinda sem herja á leikmannahópinn. Viggó Kristjánsson er meðal leikmanna Erlangen sem eru veikir en Viggó staðfesti í samtali við Handkastið að hann sé allur að koma til. Erlangen lék gegn Eisenach á laugardaginn og vann þann leik 30-28 en áður hafði liðið leikið gegn Eulen Ludwigshafen og unnið þann leik 37-32. Erlangen tilkynnti í gærkvöldi að leiknum við HV Kriens-Luzern yrði aflýstur.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.