Alexander Petersson ráðinn aðstoðarþjálfari Lettlands
Baldur Þorgilsson)

Alexander Petterson (Baldur Þorgilsson)

Alexander Petersson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari lettneska landsliðsins en þetta var tilkynnt nú rétt í þessu.

Fyrrverandi landsliðsfyrirliði Lettlands, Margots Valkovskis hefur verið ráðin þjálfari lettneska landsliðsins. Lettneska handknattleikssambandið tilkynnti á blaðamannafundi í dag. Á sama tíma var Alexander Petersson tilkynntur sem aðstoðarþjálfari Margots.

„Ég er mjög stoltur af því að hafa fengið tækifæri til að verða aðalþjálfari lettneska handboltalandsliðsins. Það voru mjög langar og uppbyggilegar viðræður við forseta sambandsins. Fyrir viku síðan komumst við að sameiginlegri niðurstöðu. Á þessum stutta tíma hef ég tekist að búa til mitt eigið þjálfarateymi sem við munum vinna með í samstarfi við landsliðið. Andris Molotanovs verður markmannsþjálfari, Alexander Petersson verður aðstoðarmaður minn en hann er með lettneskar rætur. Ég tel að þetta sé mjög efnilegt lið og vonandi að við ná verulegum árangri með. Þetta lið er mjög ungt með mjög mikla möguleika,“ sagði Margots Valkovskis eftir að hafa tekið við stöðu aðalþjálfara lettneska landsliðsins.

Alexander er fæddur og uppalinn í Lettlandi en fluttist til Íslands 18 ára til að spila með Gróttu/KR og fékk íslenskan ríkisborgararétt upp úr aldamótum.  Hann lagði handboltaskóna á hilluna fyrir fullt og allt eftir síðasta tímabil en hann lék með Val í Olís-deildinni síðustu tvær leiktíðir.

Á síðustu leiktíð var hann í þjálfarateymi 4.flokks karla hjá Val.

Frá árinu 2005 var hann fastamaður í íslenska landsliðinu og einn lykilmanna. Hann vann meðal annars silfurverðlaun með landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og brons á EM 2010 í Austurríki. Þá var Alexander valinn í úrvalslið HM 2011 í Svíþjóð fyrir frammistöðu sína þar og kjörinn íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna árið 2010.

Lettneska landsliðið mun spila næstu leiki sína í haust, þegar það byrjar undankeppni fyrir HM 2027 gegn landsliði Lúxemborgar.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top