Erlendar fréttir: Markvörður Magdeburg yfirgefur liðið
(Eyjólfur Garðarsson)

Blær Hinriksson ((Leipzig)

Handkastið fylgist með handboltafréttum hvaðan nær úr heiminum. Hér birtast lifandi erlendar fréttir allan daginn auk þess sem stærri fréttir birtast sem sérfrétt á forsíðu Handkastsins.

Fylgstu með því sem er að gerast í handboltaheiminum erlendis hér á Handkastinu.

Erlendar fréttir - Miðvikudaginn 13.ágúst

14:15: Hernandez yfirgefur Magdeburg

Spænski markvörðurinn, Sergy Hernandez sem leikið hefur verið með Evrópumeisturum Magdeburg síðustu tvö tímabil yfirgefur félagið næsta sumar. Þetta tilkynnti hann í morgun.

,,Eftir vandlega íhugun hef ég tekið þá erfiðu ákvörðun að hefja nýjan kafla á ferli mínum,“ sagði Hernandez. „Af virðingu fyrir öllum sem að málinu komu mun ég deila ástæðum og upplýsingum síðar. Ég vona að þið skiljið og virðið þessa ákvörðun.“

Bennet Wiegert, þjálfari Magdeburg, lagði áherslu á að þeir hefðu viljað halda Hernandez. „Með Sergey erum við að missa leikmann sem hefur alltaf stutt okkur,“ sagði Wiegert. „Við erum afar þakklát honum fyrir allt sem hann hefur fært liðinu, bæði íþróttalega og persónulega.“

10:25: Orðaður við Porto

Max Beneke er strax orðaður við portúgalska félagið, Porto. Hann yrði þá liðsfélagi Þorsteins Leós Gunnarssonar fari hann þangað á láni frá Fuchse.

08:10: Max Beneke vill fara frá Fuchse Berlín

22ja ára hægri skyttan, Max Beneke fékk tækifæri til að fara á láni á síðasta tímabili frá Fuchse Berlín sem hann afþakkaði. Spilmínútur hans voru ekki miklar eða tæpar 9 mínútur. Nú vill hann hinsvegar fara á lán og spila meira.

Beneke sagði í viðtali við Sport Bild að með komu Tobias Grondahl þá myndi það hafa áhrif á spilmínútur hans þar sem Fabien Wiede, örvhent skytta Fuchse myndi þá færast meira í hægri skyttuna en hann leisti miðjustöðuna af og til hjá Þýskalandsmeisturunum í fyrra.

08:03: Daninn hjá Hamburg kostar 100.000 evrur

Hannover-Burgdorf eru að leita af eftirmanni hægri hornamannssins, Marius Steinhauser sem yfirgefur félagið næsta sumar. Danski leikmaðurinn, Frederik Bo Andersen er orðaður við Hannover-Burgord en til þess þarf félagið að kaupa leikmanninn af Hamburg. Sagt er í erlendum fjölmiðlum að verðmiðinn sé 100.000 evrur.

Þá hefur Timo Kastening einnig verið orðaður við Hannover-Burgord en hann lék þar lengi áður en hann fór til Melsungen.

Erlendar fréttir - Þriðjudaginn 12.ágúst

17:05: Jannick Green yfirgefur PSG

Danski landsliðsmarkvörðurinn, Jannick Green, hefur samið við danska 1.deildarliðið HOJ Elite og mun ganga til liðs við þá sumarið 2026. Jannick hefur undanfarin ár spilað með Paris Saint-Germain Hanballí Frakklandi.

Eins og Handkastið greindi frá fyrr í dag voru Parísarmenn að krækja sér í starfskrafta spænska landsliðsmarkvarðarins Rodrigo Corrales frá Veszprém.

Jannick sem er 36 ára gamall skrifaði undir 3 ára samning við 1.deildarliðið.

13:30: Gekkst undir aðgerð á öxl

Bjerringbro-Silkeborg verður án eins reyndasta leikmanns síns þegar tímabilið hefst eftir innan við tvær vikur. Peter Balling hefur gengist undir aðgerð á öxl og verður frá næstu sex til átta vikur.
Hægri skyttan, sem er 35 ára gamall, hefur þjáðst af verkjum í langan tíma og eftir að verkurinn hafi ekki minnkað í sumarfríinu var ákveðið að Balling færi í aðgerð.
Að sögn þjálfarans Simons Sørensen er þetta meiðsli sem krefjast þolinmæði.
„Það eru að minnsta kosti sex til átta vikur frá aðgerðardegi. Maður vonast alltaf til að þetta gangi hraðar, en við vitum líka að það getur tekið tíma að koma öxl í gang,“ segir hann við Midtjyllands Avis.

12:05: Mads Hoxer orðaður við Flensburg

Danski landsliðsmaðurinn og leikmaður Álaborgar er sterklega orðaður við Flensburg fyrir næsta tímabil. Mads Hoxer er hægri skytta sem hefur slegið í gegn með Álaborg.

11:47: Tveir leikmenn Gummersbach til viðbótar meiddir

Köster var ekki eini leikmaður Gummersbach sem meiddist á æfingamótinu því Miro Schluroff meiddist einnig á æfingu fyrir mótið. Hefur hann nú þegar gengist undir aðgerð sem tókst vel að sögn Dr. Jan Vonhoegen liðslækni félagsins. Gert er ráð fyrir að Schluroff verði frá í sex vikur.

Þá hlaut Ole Pregler einnig minniháttar meiðsli. Segulómskoðun sýndi engin alvarleg meiðsli og gert er ráð fyrir að hann verði klár fyrir fyrsta leik.

10:52: Annar landsliðsmaður yfirgefur Ludwigsburg

Þýski landsliðsmaðurinn, Jenny Behrend hefur yfirgefið gjaldþrotalið Ludwigsburg. Hefur hún fundið sér nýtt lið og gengur í raðir VFl Oldenburg. Behrend lék með Oldenburg frá árinu 2014-2021 og þekkir þvi vel til félagsins.

10:00: Julian Köster alvarlega meiddur

Þýski landsliðsmaðurinn, Julian Köster meiddist alvarlega í æfingaleik með Gummersbach um helgina. Handkastið fjallar meira um það síðar í dag.

10:00: Veikindi herja leikmannahóp Erlangen

Viggó Kristjánsson er meðal leikmanna Erlangen sem eru veikir en Viggó var ekki með liði sínu í æfingaferð í Sviss um helgina. Erlangen átti að spila við HC Kriends-Luzern í dag en félagið hefur hætt við æfingaleikinn þar sem veikindi herja á leikmannahópinn.

Erlendar fréttir - Mánudaginn 11.ágúst

16:20: Þýsk landsliðskona yfirgefur Ludwigsburg

Þýska landsliðskonan, Xenia Smits hefur fundið sér nýtt lið eftir að lið hennar Ludwigsburg varð gjaldþrota á dögunum. Hefur Xenia Smits samið við franska félagið Metz. Metz hefur unnið frönsku deildina í átta af síðustu níu skiptum.

13:16: Hannover-Burgdorf leitar af eftirmanni Marius Steinhauser

Marius Steinhauser gengur í raðir Rhein-Neckar Lowen frá Hannover-Burgdorf næsta sumar. Auk Timo Kastening hefur Daninn, Fredeik Bo Andersen leikmaður Hamburg einnig verið orðaður við félagið.

13:16: Hvað gerir Kastening?

Landsliðsmaður Þjóðverja, Timo Kastening stendur á tímamótum á ferlinum en samningur hans við Melsungen rennur út næsta sumar. Melsungen vilja ólmir halda honum en hann hefur sterklega verið orðaður við Hannover-Burgdorf. Kastening lék áður með Hannover frá 2013-2020 en Hannover Burgdorf er í leit af eftirmanni fyrir Marius Steinhauser sem fer til Rhein-Neckar Lowen næsta sumar.

08:11: Andri Már skoraði átta mörk

Andri Már Rúnarsson skoraði átta mörk fyrir HC Erlangen í æfingamóti í Austurríki er liðið mætti Eisenach. Viggó Kristjánsson glímir við meiðsli og lék ekki með Erlangen á mótinu

08:11: Elín Klara markahæst fyrir Savehof

Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst fyrir Savehof gegn Íslendingaliðinu, Skara HF. Elín skoraði sjö mörk. Aldís Ásta Heimisdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir leika með Skara og skoruðu þrjú mörk hvor.

Erlendar fréttir - Laugardaginn 9.ágúst

09:00: Landsliðsþjálfari Hollands tekur við Larvik

Sænski þjálfarinn Henrik Signell, sem einnig er landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Hollands, verður nýr þjálfari Larvik HK. Signell, 49 ára gamall, er þekkt nafn bæði í skandinavískum og alþjóðlegum handbolta og á að baki glæsilegan feril. Hann hefur verið landsliðsþjálfari bæði fyrir Svíþjóð og Suður-Kóreu og frá árinu 2024 hefur hann stýrt hollenska kvennalandsliðinu.

08:40: Bandaríkin ræður þjálfara

Mark Ortega hefur verið ráðinn þjálfari bandaríska landsliðsins og tekur hann við liðinu af Robert Hedin sem hætti með liðið fyrr á þessu ári.

Erlendar fréttir - Föstudaginn 8.ágúst

20:57: Sigur í fyrsta leik Ágústs Elís

Álaborg hafði betur gegn Hannover Burgdorf í fyrsta leik sínum á Heide Cup sem fram fer í Þýskalandi. Dönsku meistarnir unnu 37-35 sigur.

Eftir 20 mínútna leik var staðan 15-9 fyrir Álaborg og staðan í hálfleik 19-13. Álaborg hafði forystu allan leikinn og unnu að lokum tveggja marka sigur.

12:42: Alex fókuseraður fyrir síðasta tímabil sitt með Kielce

Eftir að hafa tapað pólska meistaratitlinum í hendur Wisla Plock segir Alex Dujshebaev að hann sé virkilega fókuseraður fyrir tímabilið sem framundan er. Tímabilið er stórt fyrir Spánverjann því hann hefur gefið það út ásamt Daniel bróður sínum að þeir yfirgefi Kielce næsta sumar.

,,Ég óska þess að við vinnum deildina aftur," sagði Alex við Handball-world.news

11:18: Guðjón Valur á afmæli í dag

10:10: Óttast um alvarleg meiðsli Emil Madsen í æfingaleik

Hægri skytta Kiel, Daninn Emil Madsen varð fyrir því óláni að meiðast í æfingaleik liðsins gegn Slovan í gær. Óttast er að meiðslin gætu verið alvarleg. Það ætti að koma í ljós á næstunni hversu alvarleg meiðslin eru en læknar munu skoða Emil Madsen en liðið er statt í æfingakeppnisferð í Austurríki.

10:00: Egypti til Leipzig

Þýska liðið Leipzig hefur samið við egypska landsliðsmanninn Ahmed Khairy til eins árs. Ahmed Khairy kemur til þýska félagsins frá Egypsku meisturunum í Al Ahly.

08:00: Benfica tilkynnir framlengingu á samningi Stivens

Portúgalska félagið Benfica tilkynnti í gær að landsliðsmaðurinn, Stiven Tobar Valencia væri búinn að gera eins árs framlengingu á samningi sínum við félagið sem gildir til sumarsins 2026. Langt er liðið síðan Stiven skrifaði undir samninginn en tilkynningin lét bíða eftir sér.

08:00: Blær skoraði níu mörk

Handkastið leggur það í ekki vana sinn að skrifa um æfingaleiki héðan og þaðan í Evrópu en við komumst ekki hjá þeim að minnast á það að Blær Hinriksson, sem gekk í raðir Leipzig frá Aftureldingu seint í sumar skoraði níu mörk og var markahæstur Leipzig í 32-30 sigri á Melsungen í gær.

Erlendar fréttir - Fimmtudaginn 7.ágúst

14:35: Landin fer í aðgerð á hné

Danski markvörðurinn, Niklas Landin verður frá keppni næstu vikur en hann þarf að gangast undir aðgerð á hné. Ágúst Elí Björgvinsson hefur verið lánaður til Álaborgar frá Ribe-Esbjerg á tveggja mánaða lánssamningi.

11:15: Szilagyi tjáir sig um Makuc

Slóvenski miðjuaðurinn, Domen Makuc hefur verið sterklega orðaður við komu í Kiel á næsta sumri er samningur hans við Barcelona rennur út. Viktor Szilagyi íþróttastjóri Kiel tjáir sig í samtali við Kieler Nachrichten um þann orðróm.

,,Við höfum fylgst með Makuc í mörg ár. Að sjálfsögðu er hann áhugaverður leikmaður fyrir okkur. Margt gæti gengið upp fyrir hann og okkur en eins og alltaf staðfestum við aðeins félagaskipti þegar allt er klárt," sagði Szilagyi.

10:25: Svíi gengur í raðir GOG

Sænski leikmaðurinn, Casper Käll sem hefur verið orðaður við GOG síðustu daga hefur nú verið tilkynntur sem nýr leikmaður GOG en leikmaðurinn gengur í raðir danska félagsins frá Felix Toulouse í Frakklandi.

10:20: Á förum frá Gummersbach til Zagreb

Georgíski landsliðsmaðurinn, Giorgi Tskhovrebadze er á förum frá þýska liðinu Gummersbach. Hefur hann verið orðaður við slóvenska liðið Slovan síðustu daga en nú vilja menn meina að hann sé að ganga í raðir Zagreb í Króatiu. Samkvæmt heimildum Handkastsins mætir hann á sínu fyrstu æfingu hjá liðinu strax í fyrramálið.

09:50: Daninn áfram með færeyska landsliðið

Daninn, Peter Bredsdorff-Larsen hefur framlengt samning sinn sem þjálfari A-landsliðs Færeyja og verður með liðið að minnsta kosti framyfir EM 2028 sem fram fer á Spáni, Sviss og Portúgal ef liðið kemst þangað. Lesa meira um málið hér.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top