Jannick Green (Henning Bagger / Ritzau Scanpix / AFP)
Danski landsliðsmarkvörðurinn, Jannick Green, hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið HOJ Elite og mun ganga til liðs við þá sumarið 2026. Jannick hefur undanfarin ár spilað með Paris Saint-Germain Hanball í Frakklandi. Eins og Handkastið greindi frá fyrr í gær voru Parísarmenn að krækja sér í starfskrafta spænska landsliðsmarkvarðarins Rodrigo Corrales frá Veszprém. Því var ljóst að Green væri að yfirgefa franska liðið. Það var góð vinur Handkastsins, Rasmus Boysen sem tilkynnti vistaskipti Green til HOJ á samfélagsmiðlum sínum. Jannick sem er 36 ára gamall skrifaði undir þriggja ára samning við nýliðana í dönsku úrvalsdeildinni.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.