Óvissa hvenær Lauge snýr aftur á völlinn
BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)

Rasmus Lauge (BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)

Óvissa ríkir um þátttöku danska landsliðsmannsins, Rasmus Lauge í upphafi tímabilsins með félagsliði sínu, Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni.

Rasmus Lauge hefur verið frá keppni síðan um miðjan febrúar, þegar hann þurfti að draga sig til hlés vegna fjölskylduaðstæðna en hann og kona hans eignuðst sitt þriðja barn í upphafi árs sem var fyrirburi.

Hjónin voru ásamt nýburanum á gjörgæslu og landsliðsmaðurinn sneri því ekki aftur til æfinga fyrr en í upphafi nýs tímabils.

Þó Lauge hafi tekið þátt í æfingum liðsins frá því það kom aftur saman eftir sumarfrí hefur hann ekki tekið þátt í æfingaleikjum liðsins.

,,Hann verður ekki með í næstu æfingaleikjum. Ég þori ekki að segja til um það hvort hann spili fyrsta deildarleikinn. Við sýnum því virðingu og erum bara ánægð með að hann sé kominn aftur. Hann hefur verið hér alla daga og hefur líka æft mikið,“ segir Simon Sørensen, þjálfari Bjerringbro-Silkeborg, við Midtjyllands Avis.

Bjerringbro-Silkeborg spilar fyrsta leik sinn á tímabilinu 23. ágúst, þegar þeir mæta 1. deildarliðinu Norddjurs í bikarnum. Fyrsti deildarleikurinn er 29. ágúst, þegar þeir mæta Fredericia á útivelli.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top