Fortíðar-fimmtudagur: Mótmælir að handboltinn fari á 365
(Kristinn Steinn Traustason)

Bolti Handbolti ((Kristinn Steinn Traustason)

Á fimmtudögum rifjum við upp gamlar handboltafréttir úr fortíðinni frá þeim degi sem er í dag.

Í dag, 14. ágúst ætlum við að skella okkur aftur til ársins 2010 er Guðrún skrifaði pistil í Morgunblaðið þar sem hún var að mótmæla því að handboltinn væri að fara frá RÚV yfir til 365.

Spaugstofan

,,Ég vil líka mótmæla því að handboltinn hverfi frá RÚV yfir til 365 miðla."

Það er Guðrún sem skrifar pistil í Velvakanda:

Þar byrjar hún að mótmæla hástöfum að RÚV sé að hætta með Spaugstofuna, það sé hennar skoðun að þetta sé ekki sparnaðarráðstöfun heldur vegna þess að þeir voru orðnir of beittir fyrir suma sem ekki þoldu háðið.

Síðan skrifar hún um brotthvarf handboltans af RÚV 2010.

,,Ég vil líka mótmæla því að handboltinn hverfi frá RÚV yfir til 365 miðla. Það er kominn tími til að fá nýjan útvarpsstjóra eða a.m.k. að hann hætti að lesa fréttir.”

Það væri gaman að vita hvað Guðrún segir í dag um stöðu handboltans í sjónvarpsmálunum.

Hægt er að lesa greinina frá Guðrúnu í Morgunblaðinu 2010 hér.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top