Úr leik Egyptalands og Danmerkur á mótinu. (IHF)
Aldrei hafa jafn margir áhorfendur horft á leik á heimsmeistaramóti yngri landsliða eins og í dag í Kaíró í Egyptalandi þegar heimamenn tóku á móti Spánverjum í 8-liða úrslitum mótsins. Hvorki fleiri né færri en 22.150 áhorfendur voru í stúkunni þegar Egyptar þurftu að sætta sig við tveggja marka tap gegn Spánverjum 31-29 en Egyptar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik 15-13. Mikið handboltafár ríkir í Egyptalandi en landslið þjóðarinnar er ein af bestu handboltaþjóðum í heimi í dag. Íslenska landsliðið lék einnig í 8-liða úrslitum mótsins í dag en þurfti að sætta sig við tap líkt og Egyptar, 32-30. Mikil spenna var í öllum leikjum dagsins eins og sjá má á úrslitunum. Ljóst er að Ísland mætir Ungverjum í næsta leik mótsins. Sigurvegarar úr þeirri viðureign spila um 5.sætið á mótinu gegn sigurvegurunum úr leik Noregs og Egypta. Úrslitin í 8-liða úrslitum í dag: Danmörk - Ísland 32-30
Svíþjóð - Noregur 35-34
Þýskaland - Ungverjaland 32-31
Spánn - Egyptaland 31-29
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.