Sænsku meistararnir í óvenjulegt samstarf
(Ystads IF)

Matthias Andersson ((Ystads IF)

Sænsku meistararnir í Ystad hafa hafið óvenjulegt samstarf við sænsku meistarana í knattspyrnu, stórliðið Malmö FF en þrátt fyrir að fótbolti og handbolti séu mjög ólíkar íþróttir sjá liðin samstarf sem leið til að hækka ránna og deila æfingaaðferðum.

Markvarðarþjálfari Malmö, Zlatan Azinovic mætti á æfingu hjá Ystad til að sjá hvernig Ystad vinnur með samspilið milli útileikmanna og markvarða liðsins. Á æfingunni deildi hann sinni reynslu með markvarðaþjálfara Ystad, goðsögninni Matthias Andersson með fókus á tækni, samskipti og undirbúning fyrir leiki.

Þetta verkefni liðanna er gert til að finna nýjar leiðir og aukna möguleika hvað framtíðina varðar og hvernig liðin geta gert ennþá betur en áður.

Tíminn mun leiða í ljós hvort þetta sé í raun ein stór auglýsingabrella eða hvort þetta muni hafa góð áhrif á báða klúbba.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top